Sagður áreita fótboltakonur kynferðislega en ekki refsað af FIFA Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 17:01 Siðanefnd FIFA rannsakaði mál Diego Guacci en mun ekki refsa honum. Getty/David Ramos Fifpro, alþjóða leikmannasamtökin, hafa gagnrýnt þá niðurstöðu siðanefndar FIFA að sleppa þjálfaranum Diego Guacci við refsingu. Guacci, sem starfað hefur með unglingsstelpum, var meðal annars sakaður um að senda leikmanni óumbeðið klámefni og biðja um myndir í staðinn. Fimm kvenkyns leikmenn færðu FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, gögn til að sýna fram á áreitni af hendi Guacci yfir nokkurra ára tímabil. Hann er tæknilegur ráðgjafi hjá U15- og U17-landsliðum stelpna í Argentínu og með próf frá FIFA sem sérstakur leiðbeinandi í kvennafótbolta og sem tæknilegur ráðgjafi. Sagður í skýrslu hafa sent óumbeðið klámefni á leikmann Í rannsóknarskýrslu siðanefndar FIFA var niðurstaðan sú að Guacci hefði brotið nokkrar af siðareglum sambandsins. Þar á meðal hefði hann „brugðist í því að vernda, virða og tryggja heilindi og persónulega reisn annarra“, „viðhaft móðgandi látbragð og orðalag til þess að móðga eða útskúfa leikmenn,“ tekið þátt í andlegri misnotkun og kynferðislega áreitt leikmann með því að senda viðkomandi óumbeðið klámefni og óskað eftir nektarmyndum af henni. Engu að síður var það niðurstaða „dómshluta“ siðanefndarinnar að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að dæma Guacci sem hefur staðfastlega neitað sök. Í yfirlýsingu Fifpro segir: „Leikmennirnir voru óhemju hugrakkir að stíga upp á móti hegðun þjálfarans og leggja sitt að mörkum við að gera fótboltann öruggari og umhverfið fyrir kollega sína betra. Niðurstaða siðanefndar FIFA vekur upp spurningar um hversu mikið af sönnunargögnum þurfi til að mál hafi afleiðingar og þetta veldur því að leikmenn reyna síður að stöðva þá sem beita áreitni og misnotkun.“ Fótbolti FIFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Fimm kvenkyns leikmenn færðu FIFA, alþjóða knattspyrnusambandinu, gögn til að sýna fram á áreitni af hendi Guacci yfir nokkurra ára tímabil. Hann er tæknilegur ráðgjafi hjá U15- og U17-landsliðum stelpna í Argentínu og með próf frá FIFA sem sérstakur leiðbeinandi í kvennafótbolta og sem tæknilegur ráðgjafi. Sagður í skýrslu hafa sent óumbeðið klámefni á leikmann Í rannsóknarskýrslu siðanefndar FIFA var niðurstaðan sú að Guacci hefði brotið nokkrar af siðareglum sambandsins. Þar á meðal hefði hann „brugðist í því að vernda, virða og tryggja heilindi og persónulega reisn annarra“, „viðhaft móðgandi látbragð og orðalag til þess að móðga eða útskúfa leikmenn,“ tekið þátt í andlegri misnotkun og kynferðislega áreitt leikmann með því að senda viðkomandi óumbeðið klámefni og óskað eftir nektarmyndum af henni. Engu að síður var það niðurstaða „dómshluta“ siðanefndarinnar að ekki væru næg sönnunargögn til staðar til að dæma Guacci sem hefur staðfastlega neitað sök. Í yfirlýsingu Fifpro segir: „Leikmennirnir voru óhemju hugrakkir að stíga upp á móti hegðun þjálfarans og leggja sitt að mörkum við að gera fótboltann öruggari og umhverfið fyrir kollega sína betra. Niðurstaða siðanefndar FIFA vekur upp spurningar um hversu mikið af sönnunargögnum þurfi til að mál hafi afleiðingar og þetta veldur því að leikmenn reyna síður að stöðva þá sem beita áreitni og misnotkun.“
Fótbolti FIFA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira