„Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 19:19 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. Rætt var við Jóhann Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra nokkrar leiðir færar til að koma í veg fyrir brottvísanirnar. „Hann getur gert það með reglugerðarbreytingum, hann getur gert það með leiðbeinandi tilmælum til stjórnvalda, stofnanna sem sinna þessu. Ef þetta er ekki gert, ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana,“ segir Jóhann Páll. Hann tók til máls í ræðustól Alþingis skömmu fyrir kvöldfréttir, undir liðnum fundarstjórn forseta, þar sem hann kallaði eftir því að þingforseti og þingmenn úr öllum flokkum yrðu í viðbragðsstöðu. Ef ráðherra kemur ekki í veg fyrir Íslandsmet í brottvísun flóttafólks verður Alþingi að grípa í taumana. pic.twitter.com/ijbNqmib3b— Jóhann Páll (@JPJohannsson) May 24, 2022 „Myndu sýna ákveðinn sveigjanleika. Það eru nefndardagar fram undan og þingveisla seinna í vikunni. Ég held að það sé ekkert því til fyrirstöðu að hliðra aðeins til dagskránni ef þess þarf, til þess að stíga inn í þágu mannúðar. Af því að við getum ekki leyft þessu að gerast, það er bara þannig,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Hann segir eina leið að setja fram frumvarp um málið, önnur sé þingsályktun sem bindi hendur ráðherra. „En best væri auðvitað bara að stjórnvöld gerðu þetta bara af eigin rammleik,“ segir Jóhann Páll. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17 Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. 24. maí 2022 12:03 Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Sjá meira
Rætt var við Jóhann Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra nokkrar leiðir færar til að koma í veg fyrir brottvísanirnar. „Hann getur gert það með reglugerðarbreytingum, hann getur gert það með leiðbeinandi tilmælum til stjórnvalda, stofnanna sem sinna þessu. Ef þetta er ekki gert, ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana,“ segir Jóhann Páll. Hann tók til máls í ræðustól Alþingis skömmu fyrir kvöldfréttir, undir liðnum fundarstjórn forseta, þar sem hann kallaði eftir því að þingforseti og þingmenn úr öllum flokkum yrðu í viðbragðsstöðu. Ef ráðherra kemur ekki í veg fyrir Íslandsmet í brottvísun flóttafólks verður Alþingi að grípa í taumana. pic.twitter.com/ijbNqmib3b— Jóhann Páll (@JPJohannsson) May 24, 2022 „Myndu sýna ákveðinn sveigjanleika. Það eru nefndardagar fram undan og þingveisla seinna í vikunni. Ég held að það sé ekkert því til fyrirstöðu að hliðra aðeins til dagskránni ef þess þarf, til þess að stíga inn í þágu mannúðar. Af því að við getum ekki leyft þessu að gerast, það er bara þannig,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Hann segir eina leið að setja fram frumvarp um málið, önnur sé þingsályktun sem bindi hendur ráðherra. „En best væri auðvitað bara að stjórnvöld gerðu þetta bara af eigin rammleik,“ segir Jóhann Páll.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17 Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. 24. maí 2022 12:03 Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Sjá meira
Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17
Kannar hvort tilefni sé til að endurskoða ákvarðanir um brottvísun Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra skoðar hvort hægt sé að veita einhverjum úr hópi þeirra sem vísa á úr landi atvinnuleyfi. Kanna þurfi hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. 24. maí 2022 12:03
Telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa fólkinu að vera Formaður hjálparsamtaka telur ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra veiti fólki sem vísa á úr landi dvalarleyfi, eins og gert var í tilviki flóttafólks frá Úkraínu. Forsætisráðherra segir spurningum ósvarað um fyrirætlanir eigin ríkisstjórnar að senda fólk til Grikklands. Dómsmálaráðherra segist einungis vera að framfylgja lögum og reglum. 23. maí 2022 20:45