Hefur endað tíu ára bið eftir titli tvö tímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 17:00 Mike Maignan fagnar sigri á útivelli á móti Sassuolo en þar tryggði AC Milan sér titilinn í lokaumferðinni. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI Franski markvörðurinn Mike Maignan er kannski ekki sá þekktasti í boltanum en frammistaða hans undanfarin ár er langt komin með að breyta því. Maignan hefur fagnað titli í tveimur löndum á síðustu tveimur leiktíðum og báðir voru það titlar sem hafa ekki verið að vinnast á hverjum degi. Maignan varð franskur meistari með Lille í fyrravetur og nú ítalskur meistari með AC Milan í vetur. AC Milan var að enda ellefu ára við eftir ítalska meistaratitlinum og Lille hafði ekki unnið franska meistaratitilinn í tíu ár. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Maignan hélt oftast hreinu af öllum markvörðum beggja deilda á þessum meistaratímabilum. Hann hélt marki Lille hreinu í 21 leik sem var aðeins einum leik frá metinu. Liðinu tókst líka að vinna stjörnum prýtt lið Paris Saint Germain í baráttunni um titilinn. Maignan átti líka mikinn þátt í sigri AC Milan, hann varði meðal annars nokkrum sinnum frábærlega í innbyrðis leiknum á móti Internazionale í febrúar og þá lagði hann upp eina mark leiksins í sigri AC Milan á Sampdoria viku síðar. Maignan er 26 ára gamall og kemur upp úr unglingastarfi Paris Saint-Germain. Hann fékk aftur á móti aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins og skipti yfir í Lille. Hann lék með Lille í sex tímabil en varð ekki aðalmarkvörður liðsins fyrr en 2017-18 tímabilið. Hann fór til AC Milan sumarið 2021 fyrir 14,4 milljónir evra og gerði þá fimm ára samning við ítalska félagið. Maignan hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Frakka og var í EM-hóp Frakka í fyrra. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Ítalski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Maignan hefur fagnað titli í tveimur löndum á síðustu tveimur leiktíðum og báðir voru það titlar sem hafa ekki verið að vinnast á hverjum degi. Maignan varð franskur meistari með Lille í fyrravetur og nú ítalskur meistari með AC Milan í vetur. AC Milan var að enda ellefu ára við eftir ítalska meistaratitlinum og Lille hafði ekki unnið franska meistaratitilinn í tíu ár. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Maignan hélt oftast hreinu af öllum markvörðum beggja deilda á þessum meistaratímabilum. Hann hélt marki Lille hreinu í 21 leik sem var aðeins einum leik frá metinu. Liðinu tókst líka að vinna stjörnum prýtt lið Paris Saint Germain í baráttunni um titilinn. Maignan átti líka mikinn þátt í sigri AC Milan, hann varði meðal annars nokkrum sinnum frábærlega í innbyrðis leiknum á móti Internazionale í febrúar og þá lagði hann upp eina mark leiksins í sigri AC Milan á Sampdoria viku síðar. Maignan er 26 ára gamall og kemur upp úr unglingastarfi Paris Saint-Germain. Hann fékk aftur á móti aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins og skipti yfir í Lille. Hann lék með Lille í sex tímabil en varð ekki aðalmarkvörður liðsins fyrr en 2017-18 tímabilið. Hann fór til AC Milan sumarið 2021 fyrir 14,4 milljónir evra og gerði þá fimm ára samning við ítalska félagið. Maignan hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Frakka og var í EM-hóp Frakka í fyrra. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Ítalski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira