Hópsýkingar apabólu geti komið upp hér á landi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2022 18:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til víðtækra aðgerða vegna útbreiðslu apabólu um heiminn. Hópsýkingar kunni að koma upp hér á landi, en engin lækning er til við sjúkdóminum. „Það geta komið svona litlar hópsýkingar, alveg klárlega. Þess vegna þurfum við að vera á varðbergi svo við förum ekki að fá einhverja útbreidda sýkingu, en ég tel það nú ólíklegt. Ég tel ekki ástæðu til að grípa til einhverra víðtækra ráðstafana, allavega ekki eins og staðan er núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hátt í hundrað tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa að undanförnu, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. Fyrst flensulík einkenni, svo bólur Þórólfur segir að nú sé verið að vinna að því að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir að apabólutilfelli komi upp hér á landi. „Það er verið að skoða það. Fyrstu einkennin eru svona flensulík einkenni og svo nokkrum dögum síðar byrja þessi einkennandi útbrot sem geta staðið í allt að tvær vikur. Það sem við erum að gera núna, við erum aðallega að benda á þetta smit. Áhættuna og hvernig smitið verður við náin kynni og náið samneyti. Og við erum að vekja alla til vitundar, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn svo við getum greint þetta eins snemma og mögulegt er og sett þá viðkomandi í einangrun. Það er því miður ekki til nein góð meðferð við apabólu eins og er,“ segir Þórólfur. Þó engin lækning sé til sé verið að skoða nokkur veirulyf sem kunni að koma apabólusjúklingum að gagni. Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni segja að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Þórólfur segir þó að hver sem er, af hvaða kyni sem er geti smitast. Samkynhneigðir séu ekki í sérstökum áhættuhópi. „Það eru bara þeir sem eru í nánu samneyti og þeir sem hafa verið að greinast í Evrópu hafa aðallega verið samkynhneigðir karlar og karlar sem hafa kynmök með öðrum körlum, og það er bara út af þessari nánd. Það getur hver sem er af hvaða kyni sem er smitast. Þetta er líka fólk sem hefur stundað svolítið fjölbreytt kynlíf, það er það sem við erum að vara við.“ Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Það geta komið svona litlar hópsýkingar, alveg klárlega. Þess vegna þurfum við að vera á varðbergi svo við förum ekki að fá einhverja útbreidda sýkingu, en ég tel það nú ólíklegt. Ég tel ekki ástæðu til að grípa til einhverra víðtækra ráðstafana, allavega ekki eins og staðan er núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hátt í hundrað tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa að undanförnu, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sjúkdómurinn hefur fram að þessu að mestu verið bundinn við miðja og vestanverða Afríku. Þar hefur fólk fyrst og fremst smitast af nagdýrum og prímötum en faraldur ekki borist út fyrir landsteinana. Fyrst flensulík einkenni, svo bólur Þórólfur segir að nú sé verið að vinna að því að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir að apabólutilfelli komi upp hér á landi. „Það er verið að skoða það. Fyrstu einkennin eru svona flensulík einkenni og svo nokkrum dögum síðar byrja þessi einkennandi útbrot sem geta staðið í allt að tvær vikur. Það sem við erum að gera núna, við erum aðallega að benda á þetta smit. Áhættuna og hvernig smitið verður við náin kynni og náið samneyti. Og við erum að vekja alla til vitundar, heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstarfsmenn svo við getum greint þetta eins snemma og mögulegt er og sett þá viðkomandi í einangrun. Það er því miður ekki til nein góð meðferð við apabólu eins og er,“ segir Þórólfur. Þó engin lækning sé til sé verið að skoða nokkur veirulyf sem kunni að koma apabólusjúklingum að gagni. Sérfræðingar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni segja að mögulegt sé að apabólusmit sem upp hafa komið megi rekja til kynlífs sam- og tvíkynhneigðra manna á tveimur reifum á Spáni og í Belgíu. Þórólfur segir þó að hver sem er, af hvaða kyni sem er geti smitast. Samkynhneigðir séu ekki í sérstökum áhættuhópi. „Það eru bara þeir sem eru í nánu samneyti og þeir sem hafa verið að greinast í Evrópu hafa aðallega verið samkynhneigðir karlar og karlar sem hafa kynmök með öðrum körlum, og það er bara út af þessari nánd. Það getur hver sem er af hvaða kyni sem er smitast. Þetta er líka fólk sem hefur stundað svolítið fjölbreytt kynlíf, það er það sem við erum að vara við.“
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira