Ánægðar með lífið í Bolungarvík þar sem auglýst var eftir flóttafólki til starfa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. maí 2022 16:31 Eigendur veitingastaðar í Bolungarvík fengu fleiri hundruð umsóknir þegar þeir auglýstu eftir flóttafólki í vinnu. Þeir réðu þrjá úkraínska flóttamenn sem njóta sín vel í friðsælum smábænum. Yulia og kærasta hennar Katarina voru á vaktinni þegar fréttastofa leit við hjá þeim, en þær flúðu frá heimili sínu í Kænugarði um miðjan mars. „Við erum mjög ánægðar með að vera hérna í Bolungarvík því hér höfum við tækifæri til að gera það sem okkur finnst gaman að gera. Katja er kokkur,“ segir Yulia Þeir Oddur Andri Thomasson og Ragnar Sveinbjörnsson keyptu Víkurskála fyrir fjórum árum síðan og tóku til við að gjörbreyta þessari vegasjoppu í skemmtilegt bland af veitingastað og bensínstöð. Þá vantaði starfsfólk fyrir sumarið og þar sem eiginmaður Odds Andra er rússneskumælandi ákváðu þeir að skella inn auglýsingu á Facebook-hóp og auglýsa eftir flóttafólki frá Úkraínu. „Á fyrsta degi voru yfir eitt hundrað skilaboð. Rosalegur áhugi sko. Greinilega mikið af fólki sem hafði áhuga á að koma,“ segir Oddur Andri. Og nú hafa þeir ráðið til sín þrjá flóttamenn frá Úkraínu, sem eru jafnframt þeir einu í Bolungarvík. Þeir segja að það hafi ekki verið auðvelt að finna fólk til vinnu fyrr en þeir auglýsti eftir flóttamönnum og mæla með því að fleiri atvinnurekendur geri slíkt hið sama „Já ég meina og gera góðverk í leiðinni. Þetta fólk náttúrulega þarf vinnu. Það langar að koma og af hverju ekki? Bæði hjálpar okkur og við getum aðstoðað á móti,“ segir Oddur. Þeir Oddur og Ragnar reka Víkurskálann. Vingjarnlegt og opið samfélag Það er mikil breyting að flytja úr stórborgarlífinu í tæplega þúsund manna smábæ á Vestfjörðum á Íslandi. „Við völdum þennan stað af því að hann er mjög friðsæll. Þetta er engin stórborg en fólkið hérna er svo vingjarnlegt og opið fyrir því að hjálpa okkur. Þetta hjálpar okkur virkilega að líða betur,“ segir Yulia. Þær segjast auðvitað sakna fjölskyldna sinna en vera í fínu sambandi við þær. Fjölskylda Katarinu býr þó á hinu stríðshrjáða svæði Donetsk í austurhluta Úkraínu þar sem hefur varla verið nokkur friður síðustu átta árin. „Þetta er alveg hræðilegt en þau eru orðin vön því að heyra í sprengjunum og þau hafa mat. Þannig að þetta er ekki jafn slæmt og í Maríupol. En ég vona að þau haldi áfram að berjast,“ segir Yulia. Húsnæðismálin þröskuldur í flóttamannamálum En það er ekki hlaupið að því að fá húsnæði fyrir þá sem flytja til Bolungarvíkur og það var eins með flóttamennina þrjá í bænum. „Ég gat sem betur fer bjargað þeim með herbergi til að byrja með. Svo er bara verið að leita að húsnæði fyrir þau,“ segir Ragnar. Þær Yulia og Katarina eru þó búnar að finna sér íbúð í dag en enn er verið að leita að húsnæði fyrir þriðja flóttamanninn. En það er beinlínis ekkert húsnæði laust í bænum eins og er. Og þetta hindrar sveitarfélag eins og Bolungarvík í að taka á móti flóttafólki að sögn bæjarstjórans. „Við erum að vinna í fasteignaverkefni og við eigum von á því að það komi 20 nýjar íbúðir á markaðinn um mitt sumar. Og þá eigum við kannski möguleika en akkúrat núna er bara barátta um laust húsnæði,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir stöðu húsnæðismála í bænum ekki bjóða upp á móttöku fleiri flóttamanna sem stendur. Flóttamenn Bolungarvík Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Yulia og kærasta hennar Katarina voru á vaktinni þegar fréttastofa leit við hjá þeim, en þær flúðu frá heimili sínu í Kænugarði um miðjan mars. „Við erum mjög ánægðar með að vera hérna í Bolungarvík því hér höfum við tækifæri til að gera það sem okkur finnst gaman að gera. Katja er kokkur,“ segir Yulia Þeir Oddur Andri Thomasson og Ragnar Sveinbjörnsson keyptu Víkurskála fyrir fjórum árum síðan og tóku til við að gjörbreyta þessari vegasjoppu í skemmtilegt bland af veitingastað og bensínstöð. Þá vantaði starfsfólk fyrir sumarið og þar sem eiginmaður Odds Andra er rússneskumælandi ákváðu þeir að skella inn auglýsingu á Facebook-hóp og auglýsa eftir flóttafólki frá Úkraínu. „Á fyrsta degi voru yfir eitt hundrað skilaboð. Rosalegur áhugi sko. Greinilega mikið af fólki sem hafði áhuga á að koma,“ segir Oddur Andri. Og nú hafa þeir ráðið til sín þrjá flóttamenn frá Úkraínu, sem eru jafnframt þeir einu í Bolungarvík. Þeir segja að það hafi ekki verið auðvelt að finna fólk til vinnu fyrr en þeir auglýsti eftir flóttamönnum og mæla með því að fleiri atvinnurekendur geri slíkt hið sama „Já ég meina og gera góðverk í leiðinni. Þetta fólk náttúrulega þarf vinnu. Það langar að koma og af hverju ekki? Bæði hjálpar okkur og við getum aðstoðað á móti,“ segir Oddur. Þeir Oddur og Ragnar reka Víkurskálann. Vingjarnlegt og opið samfélag Það er mikil breyting að flytja úr stórborgarlífinu í tæplega þúsund manna smábæ á Vestfjörðum á Íslandi. „Við völdum þennan stað af því að hann er mjög friðsæll. Þetta er engin stórborg en fólkið hérna er svo vingjarnlegt og opið fyrir því að hjálpa okkur. Þetta hjálpar okkur virkilega að líða betur,“ segir Yulia. Þær segjast auðvitað sakna fjölskyldna sinna en vera í fínu sambandi við þær. Fjölskylda Katarinu býr þó á hinu stríðshrjáða svæði Donetsk í austurhluta Úkraínu þar sem hefur varla verið nokkur friður síðustu átta árin. „Þetta er alveg hræðilegt en þau eru orðin vön því að heyra í sprengjunum og þau hafa mat. Þannig að þetta er ekki jafn slæmt og í Maríupol. En ég vona að þau haldi áfram að berjast,“ segir Yulia. Húsnæðismálin þröskuldur í flóttamannamálum En það er ekki hlaupið að því að fá húsnæði fyrir þá sem flytja til Bolungarvíkur og það var eins með flóttamennina þrjá í bænum. „Ég gat sem betur fer bjargað þeim með herbergi til að byrja með. Svo er bara verið að leita að húsnæði fyrir þau,“ segir Ragnar. Þær Yulia og Katarina eru þó búnar að finna sér íbúð í dag en enn er verið að leita að húsnæði fyrir þriðja flóttamanninn. En það er beinlínis ekkert húsnæði laust í bænum eins og er. Og þetta hindrar sveitarfélag eins og Bolungarvík í að taka á móti flóttafólki að sögn bæjarstjórans. „Við erum að vinna í fasteignaverkefni og við eigum von á því að það komi 20 nýjar íbúðir á markaðinn um mitt sumar. Og þá eigum við kannski möguleika en akkúrat núna er bara barátta um laust húsnæði,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir stöðu húsnæðismála í bænum ekki bjóða upp á móttöku fleiri flóttamanna sem stendur.
Flóttamenn Bolungarvík Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira