Spánn: Fyrsta hitabylgja sumarsins Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. maí 2022 14:30 Retiro-garðurinn í Madrid. Cezaro De Luca/Europa Press via Getty Images Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður nú yfir Spán af miklu afli. Hitinn hefur víða mælst yfir 40 gráður, og allt að 15 gráðum heitari en í meðalári. Það þarf ekkert að rökræða við Spánverja hvort áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta að einhverju marki. Þeir vita það og finna það á eigin skinni á hverju ári. Fjölmiðlar hafa kortlagt hvernig hitinn hefur hækkað um nokkrar gráður á nokkrum árum, meira en eðlilegt getur talist. Öfgar í báðar áttir Ný rannsókn veðurstofu Spánar bendir til þess að sumarhitarnir, sem miða við 30 gráðu hita, séu nú 20 til 40 dögum fyrr á ferðinni en fyrir hálfri öld. Og öfgarnar eru svo sem í allar áttir, ekki er nema rúmlega ár síðan að íbúar Madrid gátu rennt sér á gönguskíðum eftir Gran Vía, Laugavegi þeirra Madrídinga. Nú um helgina keyrir svo um þverbak í hina áttina. Hitinn í gær fór víða yfir 40 gráður og hefur ekki mælst svo hár í maí í meira en 20 ár. Mestur er hitinn í Guadalquivir-dalnum í Andalúsíu, heitasta svæði Spánar, en þar fór hitinn yfir 42 gráður í gær. Reyndar á bærinn Montoro í þessum sama dal, hitametið á Spáni, en þar mældist hitinn 47,4 gráður í ágúst í fyrra. Hitabylgja svona snemma árs hefur reyndar alls kyns vandamál í för með sér. Víða á Suður-Spáni er vinnutími fólks, sérstaklega þeirra sem vinna erfiðisvinnu utandyra, lagaður að veðurfari. Þannig byrja margir að vinna kl. 7 á morgnana yfir sumarið og hætta kl. 14, til að losna við að strita í 35 til 40 stiga hita, sem eykur verulega hættuna á vinnuslysum. En þessar breytingar taka yfirleitt gildi um miðjan júní og gilda til loka ágúst. Hitinn er mörgum óbærilegur Þá er hitinn skólabörnum óbærilegur og jafnvel hættulegur. Margir skólar eru ekki með loftkælingu og því hafa margir foreldrar gripið til þess ráðs að sækja börn sín fyrr en ella til þess að hlífa þeim við kæfandi hitanum. Á skólalóðinni er líka oft lítið um skugga. Hitinn sem berst yfir Spán og reyndar stóran hluta Suður-Evrópu þessa dagana kemur frá Norður-Afríku. Honum fylgir rauður rykkendur sandur frá Sahara eyðimörkinni sem veldur umtalsverðri mengun og mörgu fólki öndunarerfiðleikum. Þessi hiti er Spánverjum ekkert fagnaðarefni, ríkisstjórnin gaf út viðbragðsáætlun á fimmtudagskvöldið, þar sem fólki er bent á að gæta vel að því að drekka vel af vatni, klæðast ljósum fötum og fylgjast grannt með líðan barna, eldra fólks og þungaðra kvenna. Þá auka þessir hitar verulega líkur á að skógareldar brjótist út. Spánn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira
Það þarf ekkert að rökræða við Spánverja hvort áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta að einhverju marki. Þeir vita það og finna það á eigin skinni á hverju ári. Fjölmiðlar hafa kortlagt hvernig hitinn hefur hækkað um nokkrar gráður á nokkrum árum, meira en eðlilegt getur talist. Öfgar í báðar áttir Ný rannsókn veðurstofu Spánar bendir til þess að sumarhitarnir, sem miða við 30 gráðu hita, séu nú 20 til 40 dögum fyrr á ferðinni en fyrir hálfri öld. Og öfgarnar eru svo sem í allar áttir, ekki er nema rúmlega ár síðan að íbúar Madrid gátu rennt sér á gönguskíðum eftir Gran Vía, Laugavegi þeirra Madrídinga. Nú um helgina keyrir svo um þverbak í hina áttina. Hitinn í gær fór víða yfir 40 gráður og hefur ekki mælst svo hár í maí í meira en 20 ár. Mestur er hitinn í Guadalquivir-dalnum í Andalúsíu, heitasta svæði Spánar, en þar fór hitinn yfir 42 gráður í gær. Reyndar á bærinn Montoro í þessum sama dal, hitametið á Spáni, en þar mældist hitinn 47,4 gráður í ágúst í fyrra. Hitabylgja svona snemma árs hefur reyndar alls kyns vandamál í för með sér. Víða á Suður-Spáni er vinnutími fólks, sérstaklega þeirra sem vinna erfiðisvinnu utandyra, lagaður að veðurfari. Þannig byrja margir að vinna kl. 7 á morgnana yfir sumarið og hætta kl. 14, til að losna við að strita í 35 til 40 stiga hita, sem eykur verulega hættuna á vinnuslysum. En þessar breytingar taka yfirleitt gildi um miðjan júní og gilda til loka ágúst. Hitinn er mörgum óbærilegur Þá er hitinn skólabörnum óbærilegur og jafnvel hættulegur. Margir skólar eru ekki með loftkælingu og því hafa margir foreldrar gripið til þess ráðs að sækja börn sín fyrr en ella til þess að hlífa þeim við kæfandi hitanum. Á skólalóðinni er líka oft lítið um skugga. Hitinn sem berst yfir Spán og reyndar stóran hluta Suður-Evrópu þessa dagana kemur frá Norður-Afríku. Honum fylgir rauður rykkendur sandur frá Sahara eyðimörkinni sem veldur umtalsverðri mengun og mörgu fólki öndunarerfiðleikum. Þessi hiti er Spánverjum ekkert fagnaðarefni, ríkisstjórnin gaf út viðbragðsáætlun á fimmtudagskvöldið, þar sem fólki er bent á að gæta vel að því að drekka vel af vatni, klæðast ljósum fötum og fylgjast grannt með líðan barna, eldra fólks og þungaðra kvenna. Þá auka þessir hitar verulega líkur á að skógareldar brjótist út.
Spánn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Sjá meira