Fótbolti

Rangers skoskur bikarmeistari

Atli Arason skrifar
Leikmenn Rangers fagna marki Scott Wright í leiknum í dag
Leikmenn Rangers fagna marki Scott Wright í leiknum í dag Getty Images

Annan úrslitaleikinn í röð hjá Rangers þarf að framlengja til að knýja fram sigurvegara. Rangers tapaði gegn Frankfurt í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir vítaspyrnukeppni í vikunni en gerði enginn mistök í framlengingunni gegn Hearts í skoska bikarnum í kvöld. Rangers vann þá 2-0 sigur.

Venjulegur leiktími var fremur tíðindalítill en Rangers átti þó hættulegri færi án þess að ná að koma boltanum í netið.

Á 91. mínútu átti Craig Gordon, markvörður Hearts, stórglæsilega markvörslu sem hélt leiknum markalausum og því þurfti að framlengja.

Þegar framlengingin var fjögurra mínútna gömul kom fyrsta mark leiksins þegar Ryan Jack, leikmaður Rangers, á langskot sem fer inn af slánni og inn í mark Hearts. Þremur mínútum síðar var það annað langskot, í þetta skipti frá Scott Wright, sem endar í neti hjá Hearts.

Rangers var líklegra að bæta í frekar en Hearts að minnka muninn og lokatölur urðu 2-0. Hearts átti ekki eitt skot sem fór markramma Rangers allar 120 mínúturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×