Miðflokkurinn kærir kosningarnar í Garðabæ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2022 15:17 Hér má sjá hvernig kjörseðillinn í Garðabæ var brotinn saman. Yst til hægri á seðlinum er listi Miðflokksins, en á milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins er listi Garðabæjarlistans. Kópavogs- og Garðapósturinn. Miðflokkurinn hefur kært framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í Garðabæ. Ástæðan er það sem flokkurinn segir alvarlegan ágalla á kjörseðli. Þannig er mál með vexti að í Garðabæ var kjörseðillinn fyrir fram brotinn í tveimur brotum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Miðflokkurinn lagði fram bókun til yfirkjörstjórnar Garðabæjar á kjördag vegna málsins, þar sem áskilinn var réttur til þess að kæra framkvæmd kosninganna. Kópavogs- og Garðapósturinn greindi fyrstur frá. „Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir meðal annars í bókun flokksins síðan á kjördag. Í samtali við Vísi staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Garðabæ, að flokkurinn hafi kært framkvæmd kosninganna. Málið fer nú inn á borð úrskurðarnefndar kosningamála, sem er nýtekin til starfa eftir gildistöku nýrra kosningalaga. Yfirkjörstjórn vinnur nú að því að skila til nefndarinnar þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir. Samkvæmt 130. gr. kosningalaga geta gallar á framboði eða kosningu leitt til ógildingar þeirra, ef líklegt er að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Ef til þess kemur að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að umbrot kjörseðla í Garðabæ hafi haft áhrif á úrslit þeirra þannig að til ógildingar kosninganna komi, þyrfti að kjósa að nýju í Garðabæ. Miðflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Þannig er mál með vexti að í Garðabæ var kjörseðillinn fyrir fram brotinn í tveimur brotum. Listi Miðflokksins var yst til hægri á seðlinum og brotinn inn í kjörseðilinn, líkt og myndin hér að ofan sýnir. Miðflokkurinn lagði fram bókun til yfirkjörstjórnar Garðabæjar á kjördag vegna málsins, þar sem áskilinn var réttur til þess að kæra framkvæmd kosninganna. Kópavogs- og Garðapósturinn greindi fyrstur frá. „Umboðsmenn Miðflokksins í Garðabæ hafa upplýsingar frá kjósendum að dæmi séu um að kjósendur hafi ekki áttað sig á að fleiri listar voru í kjöri og því hafi þeir listar sem ekki blöstu við kjósanda eftir að hafa opnað kjörseðilinn ekki komið til greina hjá viðkomandi kjósanda,“ segir meðal annars í bókun flokksins síðan á kjördag. Í samtali við Vísi staðfestir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Garðabæ, að flokkurinn hafi kært framkvæmd kosninganna. Málið fer nú inn á borð úrskurðarnefndar kosningamála, sem er nýtekin til starfa eftir gildistöku nýrra kosningalaga. Yfirkjörstjórn vinnur nú að því að skila til nefndarinnar þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir. Samkvæmt 130. gr. kosningalaga geta gallar á framboði eða kosningu leitt til ógildingar þeirra, ef líklegt er að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Ef til þess kemur að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að umbrot kjörseðla í Garðabæ hafi haft áhrif á úrslit þeirra þannig að til ógildingar kosninganna komi, þyrfti að kjósa að nýju í Garðabæ.
Miðflokkurinn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira