Fótbolti

Guardiola: Erfiðara að vinna úrvalsdeildina en meistaradeildina

Atli Arason skrifar
Manchester City Training Session MANCHESTER, ENGLAND - APRIL 27: Manchester City's Pep Guardiola in action during training at Manchester City Football Academy on April 27, 2022 in Manchester, England. (Photo by Tom Flathers/Manchester City FC via Getty Images)
Manchester City Training Session MANCHESTER, ENGLAND - APRIL 27: Manchester City's Pep Guardiola in action during training at Manchester City Football Academy on April 27, 2022 in Manchester, England. (Photo by Tom Flathers/Manchester City FC via Getty Images)

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir það vera erfiðara að vinna ensku úrvalsdeildina en það er að vinna Meistaradeild Evrópu.

Guardiola er að undirbúa sitt lið fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fer fram á morgun. City á leik gegn Aston Villa á meðan Liverpool leikur gegn Wolves. City þarf a.m.k. að ná jafn góðum árangri í sínum leik gegn Villa og Liverpool nær gegn Wolves, til að vinna fjórða Englandsmeistaratitill sinn á fimm árum.

Tímabilið hjá City klárast á morgun en Liverpool á einn leik í viðbót, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid. Madrid sló City óvænt út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir magnaða endurkomu.

Þrátt fyrir að hafa ekki fagnað sigri í Evrópukeppni síðan 2011 þá segir Guardiola það vera erfiðara að vinna deildarkeppni en Evrópukeppni.

„Ég myndi segja það væri erfiðara. Það eru margar vikur og margir leiki, erfiðleikar með meiðsli, góð og slæm augnablik og erfiðir andstæðingar,“ sagði Guardiola á fréttamannafundi sínum í dag fyrir leikinn gegn Villa á morgun.

„Þegar þú sigrar deildina þá er það eftir mikla og stanslausa vinnu á æfingasvæðinu. Þetta er ekki eins og í bikarkeppni þar sem allt snýst bara um einn leik. Deildin er rútína. Ég er samt ekki að segja að Meistaradeildin sé ekki mikilvæg. Við erum óðir í að vinna þann bikar.“

„Við myndum elska að vera í París næstu viku í úrslitaleiknum en að vinna í 38 leikja keppni, frekar en 6-9 leikja keppni, er öðruvísi,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×