Innlent

Verð­hækkanir á hrá­vöru hafa á­hrif á ís­lensk fyrir­tæki

Bjarki Sigurðsson skrifar
Innrás Rússa í Úkraínu hefur ollið miklum verðhækkunum á hrávöru.
Innrás Rússa í Úkraínu hefur ollið miklum verðhækkunum á hrávöru. Waldo Swiegers/Getty

Heimsmarkaðsverð á fóðri og hráefnum hefur hækkað um 43 prósent á rúmu ári og um 23 prósent síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir erfitt vera að gera áætlanir fram í tímann þegar óvissan er allsráðandi.

Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir í samtali við Morgunblaðið að fóðurverð hafi hækkað verulega strax eftir innrás Rússa og að svipað sé upp á teningnum í öðrum aðföngum.

„Þá þyrfti kjúk­ling­ur í raun að hækka um 20 til 25 prósent út úr búð en fyr­ir­tæk­in eru að mestu leyti að taka þetta á kass­ann. Við reyn­um að koma ein­hverj­um verðhækk­un­um út en við þurf­um einnig að sýna ábyrgð,“ segir Guðmundur.

Sigurður Máni Helgason, framkvæmdastjóri Brauð og co, segir næsta vetur einkennast af gríðarlegri óvissu.

„Maður ger­ir sér grein fyr­ir því að þegar einn markaður lokast þá leita menn á aðra markaði og því geta fylgt verðhækk­an­ir,“ segir Sigurður við Morgunblaðið.

Úkraína er einn stærsti framleiðandi sólblómaolíu heims og hafa margar þjóðir fundið fyrir skorti á henni. Bretar leyfa íbúum einungis að kaupa olíuna í litlu magni í einu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×