Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2022 19:37 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar telur líklegt að hreyfing komist á meirihlutaviðræður í borginni á morgun eða strax eftir helgi. Stöð 2/Sigurjón Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru. Nú þegar fimm dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum eru formlegar meirihlutaviðræður enn ekki hafnar í Reykjavík þótt flestir segist vera að tala saman með einum eða öðrum hætti. Á meðan bandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heldur virðist liggja beinast við að Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar hefji viðræður við þau. Í hádegisfréttum Bylgjunnar skoraði Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar að hefja viðræður um myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það er eini pólitískt mögulegi meirihlutinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn miðað við útilokanir annarra flokka á samstarfi við aðra og mjög ósennilegt verður að teljast að Samfylkingin færi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar segir mikilvægt að nýjir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins nái að kynnast borgarfulltrúum annarra flokka áður en viðræður hefjist.Stöð 2/Sigurjón „Við erum nú alveg af heilum hug í þessu bandalagi. Þetta bandalag snýst um þessar stóru línur sem við lesum út úr kosningunum. Þannig að ég segi bara takk fyrir áskorunina en við stöndum við okkar,“ segir Þórdís Lóa. Oddviti Viðreisnar er hin rólegasta yfir stöðunni og sagðist hafa átt ágætan fund með Einari í dag. „Fólk er enn að tala saman. Það er alltaf undanfari þess að eitthvað fari að gerast. Svo þurfa náttúrlega framsóknarmenn og konur að kynnast okkur. Því að það er staðreyndin að við sem erum oddvitar í borgarstjórn erum meira og minna öll búin að vera hér í fjögur ár,“ segir Þórdís Lóa en allir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru nýir í borgarstjórn. Þótt ekki hafi tekist að mynda meirihluta í Reykjavík er gamli meirihlutinn enn að störfum fram til 30. maí. Ný borgarstjórn kemur síðan saman á fundi hinn 7. júní.Grafík/Kristján Hvað sem öllum þreifingum líður sem hófust strax að loknum kjördegi þá er gamla kjörtímabilið ekki búið. Reglulegur fundur verður í borgarstjórn næst komandi þriðjudag og borgarráð sem hefði átt að koma saman á fimmtudag, sem ber upp á uppstigningardag, fundar á miðvikudag. Síðasti dagur kjörtímabilsins er hinn 30. maí og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir. Ný borgarstjórn kemur síðan saman hinn 7. júní, hvort sem búið verður að mynda nýjan meirihluta eða ekki. „Í dag er fimmtudagur. Erum við að fara að sjá einhverjar línur skýrast á morgun og mögulega að meirihlutaviðræður hefjast eftir helgi, ég myndi veðja á það. En ég ætla ekki að fá að vera jarðfræðingurinn sem fær gosið í baksýnisspegilinn og segir ég veit það ekki og svo byrjar allt. Þannig að ég myndi veðja á að línur skýrist á morgun og í síðasta lagi strax eftir helgi. Gamli tíminn hefði gert þetta um helgina en nýi tíminn gerir það ekki,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Nú þegar fimm dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum eru formlegar meirihlutaviðræður enn ekki hafnar í Reykjavík þótt flestir segist vera að tala saman með einum eða öðrum hætti. Á meðan bandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heldur virðist liggja beinast við að Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar hefji viðræður við þau. Í hádegisfréttum Bylgjunnar skoraði Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar að hefja viðræður um myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það er eini pólitískt mögulegi meirihlutinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn miðað við útilokanir annarra flokka á samstarfi við aðra og mjög ósennilegt verður að teljast að Samfylkingin færi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar segir mikilvægt að nýjir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins nái að kynnast borgarfulltrúum annarra flokka áður en viðræður hefjist.Stöð 2/Sigurjón „Við erum nú alveg af heilum hug í þessu bandalagi. Þetta bandalag snýst um þessar stóru línur sem við lesum út úr kosningunum. Þannig að ég segi bara takk fyrir áskorunina en við stöndum við okkar,“ segir Þórdís Lóa. Oddviti Viðreisnar er hin rólegasta yfir stöðunni og sagðist hafa átt ágætan fund með Einari í dag. „Fólk er enn að tala saman. Það er alltaf undanfari þess að eitthvað fari að gerast. Svo þurfa náttúrlega framsóknarmenn og konur að kynnast okkur. Því að það er staðreyndin að við sem erum oddvitar í borgarstjórn erum meira og minna öll búin að vera hér í fjögur ár,“ segir Þórdís Lóa en allir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru nýir í borgarstjórn. Þótt ekki hafi tekist að mynda meirihluta í Reykjavík er gamli meirihlutinn enn að störfum fram til 30. maí. Ný borgarstjórn kemur síðan saman á fundi hinn 7. júní.Grafík/Kristján Hvað sem öllum þreifingum líður sem hófust strax að loknum kjördegi þá er gamla kjörtímabilið ekki búið. Reglulegur fundur verður í borgarstjórn næst komandi þriðjudag og borgarráð sem hefði átt að koma saman á fimmtudag, sem ber upp á uppstigningardag, fundar á miðvikudag. Síðasti dagur kjörtímabilsins er hinn 30. maí og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir. Ný borgarstjórn kemur síðan saman hinn 7. júní, hvort sem búið verður að mynda nýjan meirihluta eða ekki. „Í dag er fimmtudagur. Erum við að fara að sjá einhverjar línur skýrast á morgun og mögulega að meirihlutaviðræður hefjast eftir helgi, ég myndi veðja á það. En ég ætla ekki að fá að vera jarðfræðingurinn sem fær gosið í baksýnisspegilinn og segir ég veit það ekki og svo byrjar allt. Þannig að ég myndi veðja á að línur skýrist á morgun og í síðasta lagi strax eftir helgi. Gamli tíminn hefði gert þetta um helgina en nýi tíminn gerir það ekki,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent