Innlent

Hefja form­legar við­ræður í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá kappræðum oddvita í Kópavogi á Vísi.
Frá kappræðum oddvita í Kópavogi á Vísi. Vísir/Vilhelm

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa ákveðið að hefja „formlegar viðræður“ um myndun meirihluta í bæjarstjór.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ásdísi Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Kópavogi og Orra Vigni Hlöðverssyni, oddvita Framsóknar í bænum.

„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa rætt saman síðustu daga og farið yfir áherslur flokkanna. Samhljómur er milli flokkanna um verkefni næstu ára og var því ákveðið í dag að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta. 

Framundan er vinna við að skrifa málefnasamning, móta áherslur og skilgreina verkefni næstu ára. Við gerum okkur væntingar um að vinnan muni ganga hratt og örugglega fyrir sig,“ segir í tilkynningunni.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Kópavogs í kosningunum á laugardag. Náðu Sjálfstæðismenn inn fjórum fulltrúum og Framsóknarmenn tveimur. Framsóknarmenn bættu þar með við sig einum manni, en Sjálfstæðismenn misstu einn frá fyrri kosningum.


Tengdar fréttir

Orri vonast til að geta til­kynnt um fram­haldið síðar í dag

Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, segir að „formlegar viðræður“ séu ekki hafnar milli fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bænum en að talsverð fundahöld hafi átt sér stað síðustu daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×