Innlent

Orri vonast til að geta til­kynnt um fram­haldið síðar í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Orri Hlöðversson er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi.
Orri Hlöðversson er oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, segir að „formlegar viðræður“ séu ekki hafnar milli fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bænum en að talsverð fundahöld hafi átt sér stað síðustu daga.

Í samtali við fréttastofu segist hann vona að geta tilkynnt um framhaldið í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu meirihluta sínum í bæjarstjórn Kópavogs í kosningunum á laugardag. Náðu Sjálfstæðismenn inn fjórum fulltrúum og Framsóknarmenn tveimur. Framsóknarmenn bættu þar með við sig einum manni, en Sjálfstæðismenn misstu einn frá fyrri kosningum.

Orri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að það hefði áhrif á viðræður að Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, hafi verið mjög skýr um að hún vilji bæjarstjórastólinn gert tilkall til bæjarstjórastólsins.

„Já þetta hefur allt áhrif. Bæjarstjórastóllinn er vissulega þáttur af þessu samkomulagi sem menn og konur þurfa að koma sér saman um í svona viðræðum. Ég hef sagt að það hafi ekki verið sjálfstætt markmið með mínu framboði að ásælast bæjarstjórasólinn, hins vegar er ég mjög meðvitaður um að ég er hæfur í það. Komi ég til greina í hann mun ég að sjálfsögðu íhuga það mjög vandlega,“ sagði Orri.

Í kosningunum á laugardag fengu Sjálfstæðismenn fjóra fulltrúa, Framsókn og Vinir Kópavogs tvo fulltrúa hvort og Píratar, Viðreisn og Samfylking einn fulltrúa hvert.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×