Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 11:52 Framboð á íbúðarhúsnæði er enn langt í frá því að anna eftirspurninni. Vísir/Vilhelm Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. Eftir 7,1 prósenta efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 spá greiningardeildir bankanna og Seðlabankinn töluverðum hagvexti á þessu ári. Þannig spáir Greining Íslandsbanka fimm prósenta hagvexti á þessu ári aðallega vegna fjölgunar ferðamanna, aukins verðmætis útflutnings fiskafurða og hugverka. Hvað hag almennings varðar eru þó ský á lofti vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta. Innanlands er verðbólgan drifin áfram af stöðugum hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7 prósent frá mars til apríl og hefur þá hækkað um 22,2 prósent síðustu tólf mánuði. Mynd/Hag Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ekki sjá fyrir endan á þessum hækkunum. „Nei, ekki enn. Þetta er eins og við gerðum ráð fyrir að íbúðarverð myndi hækka næstu mánuði áður en það fer aðeins að róast. Það er bara enn rosalega mikil eftirspurn á markaðnum og framboðið ekki enn komið inn. Þannig að það er útlit fyrir að þetta haldi áfram næstu mánuði,“ segir Bergþóra. Verðbólga hefur líka aukist mikið. Hún var 4,6 prósent í apríl í fyrra en í byrjun þessa mánaðar var hún komin í 7,2 prósent. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í byrjun mánaðarins kom fram að hann reiknaði með að verðbólga færi yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Bergþóra segir verðbólgu halda áfram að aukast á meðan húsnæðisverð haldi áfram að hækka sem og innflutt verðbólga. „Þannig að við erum að spá því líka að verðbólga muni aukast. Ná hámarki í 8,4 prósentum í ágúst. Um leið og íbúðamarkaðurinn fer að róast og það fer aðeins að hægjast á þessum hækkunum á íbúðamarkaði gætum við séð verðbólguna hjaðna þegar frá líður,“ segir Bergþóra. Þetta sé þó háð óvissu um þróun verðbólgu í öðrum löndum þótt jafnvægi á íbúðaverði nái vonandi að vega upp á móti innfluttri verðbólgu. „Við eins og önnur lönd víðast hvar í kringum okkur erum að glíma við þetta saman vandamál. Mikla verðbólgu og þar af leiðandi munu vextir hækka enn meira,“ segir Bergþóra Baldursdóttir. Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Eftir 7,1 prósenta efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 spá greiningardeildir bankanna og Seðlabankinn töluverðum hagvexti á þessu ári. Þannig spáir Greining Íslandsbanka fimm prósenta hagvexti á þessu ári aðallega vegna fjölgunar ferðamanna, aukins verðmætis útflutnings fiskafurða og hugverka. Hvað hag almennings varðar eru þó ský á lofti vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta. Innanlands er verðbólgan drifin áfram af stöðugum hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7 prósent frá mars til apríl og hefur þá hækkað um 22,2 prósent síðustu tólf mánuði. Mynd/Hag Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ekki sjá fyrir endan á þessum hækkunum. „Nei, ekki enn. Þetta er eins og við gerðum ráð fyrir að íbúðarverð myndi hækka næstu mánuði áður en það fer aðeins að róast. Það er bara enn rosalega mikil eftirspurn á markaðnum og framboðið ekki enn komið inn. Þannig að það er útlit fyrir að þetta haldi áfram næstu mánuði,“ segir Bergþóra. Verðbólga hefur líka aukist mikið. Hún var 4,6 prósent í apríl í fyrra en í byrjun þessa mánaðar var hún komin í 7,2 prósent. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í byrjun mánaðarins kom fram að hann reiknaði með að verðbólga færi yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Bergþóra segir verðbólgu halda áfram að aukast á meðan húsnæðisverð haldi áfram að hækka sem og innflutt verðbólga. „Þannig að við erum að spá því líka að verðbólga muni aukast. Ná hámarki í 8,4 prósentum í ágúst. Um leið og íbúðamarkaðurinn fer að róast og það fer aðeins að hægjast á þessum hækkunum á íbúðamarkaði gætum við séð verðbólguna hjaðna þegar frá líður,“ segir Bergþóra. Þetta sé þó háð óvissu um þróun verðbólgu í öðrum löndum þótt jafnvægi á íbúðaverði nái vonandi að vega upp á móti innfluttri verðbólgu. „Við eins og önnur lönd víðast hvar í kringum okkur erum að glíma við þetta saman vandamál. Mikla verðbólgu og þar af leiðandi munu vextir hækka enn meira,“ segir Bergþóra Baldursdóttir.
Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30
AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40