Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 18:54 Dóra Björt er oddviti Pírata í Reykjavík. Flokkurinn bætti við sig manni í borgarstjórn og gengur til meirihlutaviðræðna í samfloti við Samfylkingu og Viðreisn. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „Einar kíkti til mín í kaffi og við ræddum nú ýmislegt, meðal annars sameiginlega reynslu af fæðingum. Þannig að þetta var persónulegt og pólitískt í dag, bara mjög notalegt,“ sagði Dóra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóra segir málin í borginni ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „[Einar] er auðvitað að tala við alla, sömuleiðis við hin. Þannig að við erum bara öll að heyrast, það er staðan eins og hún er núna,“ segir Dóra. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík, fékk fjóra fulltrúa inn í borgarstjórn eftir að hafa ekki átt neinn á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn tapaði þegar upp var staðið tveimur mönnum, en Píratar voru eini meirihlutaflokkurinn sem bætti við sig manni. Fór úr tveimur í þrjá. Dóra segist telja að búið verði að mynda meirihluta fyrir 6. júní, sem er sá dagur þar sem nýr meirihluti á að taka við. „Ég held að við hljótum öll að finna til ábyrgðar í þessu. Við verðum auðvitað að hafa hraðar hendur og bregðast við, vegna þess að þetta er krafan. Ég vonast auðvitað til þess að línur fari að skýrast, bara á næstu dögum.“ Ættu að geta leyst helstu álitamál Aðspurð hvort hún sjái í fljótu bragði einhver sérstök málefni sem standi í vegi fyrir samstarfi, til að mynda við Framsóknarflokkinn, segir Dóra ekki svo vera. „Ég held að við séum öll lausnamiðuð og ættum að geta fundið út úr þeim álitaefnum sem fyrir okkur verða, en það er auðvitað samhljómur í ýmsum málum. Ég hef nefnt barnvænt samfélag og svo framvegis, ég held að við getum fundið út úr hinum hlutunum. Það eru skipulagsmálin og svoleiðis. [Einar] hefur auðvitað talað jákvætt um Borgarlínu, sem er mjög mikilvægt málefni fyrir okkur hin. Þannig að ég held að þetta sé allt eitthvað sem við getum leyst,“ segir Dóra. Í fyrradag tilkynntu oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að flokkarnir þrír hygðust ganga saman til meirihlutaviðræðna. Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ásamt Vinstri grænum, sem hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Haldi samstaða flokkanna þriggja eru kostir Framsóknarflokksins til meirihlutamyndunar mun færri en ella. Píratar eru þá annar tveggja flokka sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hinn flokkurinn eru Sósíalistar, sem hafa einnig útilokað samstarf við Viðreisn. Ef Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn væri um að ræða þrettán fulltrúa meirihluta, en tólf er sá lágmarksfjöldi borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihluta í 23 fulltrúa borgarstjórn. Dóra segir allt of snemmt að fullyrða um hvort mögulegar meirihlutaviðræður muni stranda á embættum, svo sem um hver eigi að verða borgarstjóri eða forseti borgarstjórnar. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að sitja í meirihluta næstu fjögur árin segir Dóra: „Ég er náttúrulega bjartsýn að eðlisfari, þannig að ég ætla að leyfa mér að vera það áfram.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
„Einar kíkti til mín í kaffi og við ræddum nú ýmislegt, meðal annars sameiginlega reynslu af fæðingum. Þannig að þetta var persónulegt og pólitískt í dag, bara mjög notalegt,“ sagði Dóra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóra segir málin í borginni ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „[Einar] er auðvitað að tala við alla, sömuleiðis við hin. Þannig að við erum bara öll að heyrast, það er staðan eins og hún er núna,“ segir Dóra. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík, fékk fjóra fulltrúa inn í borgarstjórn eftir að hafa ekki átt neinn á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn tapaði þegar upp var staðið tveimur mönnum, en Píratar voru eini meirihlutaflokkurinn sem bætti við sig manni. Fór úr tveimur í þrjá. Dóra segist telja að búið verði að mynda meirihluta fyrir 6. júní, sem er sá dagur þar sem nýr meirihluti á að taka við. „Ég held að við hljótum öll að finna til ábyrgðar í þessu. Við verðum auðvitað að hafa hraðar hendur og bregðast við, vegna þess að þetta er krafan. Ég vonast auðvitað til þess að línur fari að skýrast, bara á næstu dögum.“ Ættu að geta leyst helstu álitamál Aðspurð hvort hún sjái í fljótu bragði einhver sérstök málefni sem standi í vegi fyrir samstarfi, til að mynda við Framsóknarflokkinn, segir Dóra ekki svo vera. „Ég held að við séum öll lausnamiðuð og ættum að geta fundið út úr þeim álitaefnum sem fyrir okkur verða, en það er auðvitað samhljómur í ýmsum málum. Ég hef nefnt barnvænt samfélag og svo framvegis, ég held að við getum fundið út úr hinum hlutunum. Það eru skipulagsmálin og svoleiðis. [Einar] hefur auðvitað talað jákvætt um Borgarlínu, sem er mjög mikilvægt málefni fyrir okkur hin. Þannig að ég held að þetta sé allt eitthvað sem við getum leyst,“ segir Dóra. Í fyrradag tilkynntu oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að flokkarnir þrír hygðust ganga saman til meirihlutaviðræðna. Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ásamt Vinstri grænum, sem hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Haldi samstaða flokkanna þriggja eru kostir Framsóknarflokksins til meirihlutamyndunar mun færri en ella. Píratar eru þá annar tveggja flokka sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hinn flokkurinn eru Sósíalistar, sem hafa einnig útilokað samstarf við Viðreisn. Ef Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn væri um að ræða þrettán fulltrúa meirihluta, en tólf er sá lágmarksfjöldi borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihluta í 23 fulltrúa borgarstjórn. Dóra segir allt of snemmt að fullyrða um hvort mögulegar meirihlutaviðræður muni stranda á embættum, svo sem um hver eigi að verða borgarstjóri eða forseti borgarstjórnar. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að sitja í meirihluta næstu fjögur árin segir Dóra: „Ég er náttúrulega bjartsýn að eðlisfari, þannig að ég ætla að leyfa mér að vera það áfram.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira