Innlent

Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst

Bjarki Sigurðsson skrifar
Greint var frá því í gær að ekki verði lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verði notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning.
Greint var frá því í gær að ekki verði lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verði notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Vísir/Vilhelm

Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu.

Rannsóknin var samstarfsverkefni sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar. 916 einstaklingar á aldrinum 20-80 ára tóku þátt í rannsókninni þar sem mótefni gegn veirunni voru mæld og kannað var um tilvist veirunnar í nefkoki með PCR-prófi.

Niðurstöðurnar leiða í ljós að um 70-80 prósent fólks á aldrinum 20-60 ára hafa smitast af Covid-19. Hjá aldurshópnum 60-80 ára var um helmingur búinn að smitast.

Þessar niðurstöður styrkja þá tilgátu að útbreitt ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst í samfélaginu. Þá styðja þær einnig þá ákvörðun sóttvarnalæknis að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.