Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun.
Fram kemur á heimasíðu hreppsins að E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna hafi fengið 148 atkvæði eða 51,0% og G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, hafi fengið 142 atkvæða eða 49,0%.
395 eru á kjörskrá í Grímsnes- og Grafningshreppi og 294 greiddu atkvæði eða 74,4%.
Sveitarstjórnin verður þannig skipuð:
- Ása Valdís Árnadóttir (E)
- Björn Kristinn Pálmarsson (E)
- Smári Bergmann Kolbeinsson (E)
- Ragnheiður Eggertsdóttir (G)
- Dagný Davíðsdóttir (G)
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira