Innlent

Munaði þrettán at­kvæðum á listum í Sval­barðs­strandar­hreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði.
Úr Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði. Svalbarðsstrandarhreppur

Þrettán atkvæðum munaði á listunum tveimur sem buðu fram í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði í kosningunum á laugardag. Svo fór að A-listinn fékk 128 atkvæði og þrjá menn kjörna, en Ö-listinn 115 atkvæði og tvo menn kjörna.

Á vef sveitarfélagsins segir að alls hafi verið 338 á kjörskrá. „Á kjörstað greiddu 225 atkvæði og 25 utankjörstaðaatkvæði bárust. Alls kusu því 250 eða 74,0% þeirra sem voru á kjörskrá, 124 karlar og 126 konur. Auðir seðlar voru 7 og ógildir 0.“

Í nýrri sveitarstjórn eiga því sæti:

  • Gestur Jónmundur Jensson A-lista
  • Bjarni Þór Guðmundsson Ö-lista
  • Anna Karen Úlfarsdóttir A-lista
  • Hanna Sigurjónsdóttir Ö-lista
  • Ólafur Rúnar Ólafsson A-lista

Í kosningunum 2018 fóru fram óbundnar kosningar í sveitarfélaginu, það ekki voru listar í boði heldur allir íbúar í framboði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.