Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2022 13:17 Framsóknarfólk fagnaði mikið á kosninganótt eftir góða niðurstöðu í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og víðar. Nú er alvara meirihlutaviðræðna tekin við. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. Nú standa yfir óformlegar þreifingar milli oddvita þeirra átta flokka sem náðu kjörnum fulltrúum í borgarstjórn í kosningunum á laugardag. Eftir aðSamfylkingin, Píratar og Viðreisn, sem sameiginlega eru með níu fulltrúa íborgarstjórn, ákváðu að fylgjast að í meirihlutaviðræðum og Vinstri græn ákváðu að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum og Sósíalistaflokkurinn útilokaði samstarf við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk og Píratar við Sjálfstæðisflokkinn, eru möguleikarnir ekki mjög margir á myndun meirihluta. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sem fékk fjóra kjörna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann muni eiga fundi með oddvitum allra hinna flokkanna í sitt hvoru lagi eftir hádegi í dag. Eðlilegt væri að heyra í öllum varðandi áherslur fyrir komandi kjörtímabil. Hann reiknaði ekki með að formlegar viðræður hæfust hvorki í dag né á morgun. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sem fékk sex fulltrúa kjörna sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hafi rætt óformlega við oddvita allra flokka nema Samfylkingarinnar. Hildur Björnsdóttir segist hafa heyrt í oddvitum allra flokka í borginni nema Samfulkingarinnar. Dagur hafi ekki svarað símanum.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað ekki endilega mikill málefnalegur samhljómur okkar á milli. En mér finnst alveg eðlilegt í kjölfar kosninga að oddvitar tveggja stærstu flokkanna setjist alla vega niður saman og ræði hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér.“ Er þetta einhver störukeppni, hver ætlar að taka upp símann á undan? „Ég hef tekið upp símann hringt í alla oddvita. Allra framboða. Það er mín vinnuregla sem oddviti stærsta flokksins. Svo er það bara spurning hverjir eru kurteisir og taka símann og hverjir ekki.“ Þannig að Dagur hefur ekki svarað þínum símtölum? „Hann hefur ekki svarað símanum,“ segir Hildur. Hún hafi hitt Einar Þorsteinsson í gær og rætt óformlega við hann. Mikill málefnalegur samhljómur væri í stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Að minnsta kosti í þessum málum sem þungi var settur á í baráttunni. Húsnæðismálin til að mynda. Við erum með keimlíka ef ekki nákvæmlega sömu stefnu í húsnæðismálum. Við lögðum ríka áherslu á Sundabraut báðir flokkar. Þannig að þetta eru tvö mál sem skipta meginmáli og munu skipta meginmáli að komi til framkvæmda. Þetta eru stór, viðmikil og flókin verkefni,“ sagði Hildur í Bítinu í morgun. Ekki krafa um Vinstri græn í meirihlua Katrín Jakobsdóttir segir það hafa verið sameiginlega niðurstöðu á fundi félaga í VG sem Líf Magneudóttir boðaði til á sunnudag að taka ekki þátt í viðræðum um myndun nýs meirihluta.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir Líf Magneudóttur oddvita flokksins í Reykjavík hafa boðað sína félaga í borginni og þingmenn flokksins í Reykjavík á fund á sunnudag. Þar hefði verið komist komist að sameiginlegri niðurstöðu. „Þar sem meirihlutinn væri fallinn væri ekki alveg sjálfgefið hvernig haldið yrði áfram. Þannig að skilaboðin til okkar í þessum kosningum væru að við ættum kannski ekki að sækjast eftir meirihlutasamstarfi,“ segir Katrín. Vinstri græn hefðu reynslu af því að hægt væri að hafa áhrif bæði í meirihluta og minnihluta og sannarlega gert það. „Við auðvitað fengum ekki þá niðurstöðu sem við hefðum kosið og finnst það vera ákveðin skilaboð um að það sé ekki endilega krafa um að við séum í meirihluta. Sérstaklega þar sem meirihlutinn féll auðvitað ekki á okkur. Heldur var það vegna þess að aðrir flokkar misstu sína menn,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 17. maí 2022 10:42 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Nú standa yfir óformlegar þreifingar milli oddvita þeirra átta flokka sem náðu kjörnum fulltrúum í borgarstjórn í kosningunum á laugardag. Eftir aðSamfylkingin, Píratar og Viðreisn, sem sameiginlega eru með níu fulltrúa íborgarstjórn, ákváðu að fylgjast að í meirihlutaviðræðum og Vinstri græn ákváðu að taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum og Sósíalistaflokkurinn útilokaði samstarf við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk og Píratar við Sjálfstæðisflokkinn, eru möguleikarnir ekki mjög margir á myndun meirihluta. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sem fékk fjóra kjörna sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann muni eiga fundi með oddvitum allra hinna flokkanna í sitt hvoru lagi eftir hádegi í dag. Eðlilegt væri að heyra í öllum varðandi áherslur fyrir komandi kjörtímabil. Hann reiknaði ekki með að formlegar viðræður hæfust hvorki í dag né á morgun. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sem fékk sex fulltrúa kjörna sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hafi rætt óformlega við oddvita allra flokka nema Samfylkingarinnar. Hildur Björnsdóttir segist hafa heyrt í oddvitum allra flokka í borginni nema Samfulkingarinnar. Dagur hafi ekki svarað símanum.Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað ekki endilega mikill málefnalegur samhljómur okkar á milli. En mér finnst alveg eðlilegt í kjölfar kosninga að oddvitar tveggja stærstu flokkanna setjist alla vega niður saman og ræði hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér.“ Er þetta einhver störukeppni, hver ætlar að taka upp símann á undan? „Ég hef tekið upp símann hringt í alla oddvita. Allra framboða. Það er mín vinnuregla sem oddviti stærsta flokksins. Svo er það bara spurning hverjir eru kurteisir og taka símann og hverjir ekki.“ Þannig að Dagur hefur ekki svarað þínum símtölum? „Hann hefur ekki svarað símanum,“ segir Hildur. Hún hafi hitt Einar Þorsteinsson í gær og rætt óformlega við hann. Mikill málefnalegur samhljómur væri í stefnu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Að minnsta kosti í þessum málum sem þungi var settur á í baráttunni. Húsnæðismálin til að mynda. Við erum með keimlíka ef ekki nákvæmlega sömu stefnu í húsnæðismálum. Við lögðum ríka áherslu á Sundabraut báðir flokkar. Þannig að þetta eru tvö mál sem skipta meginmáli og munu skipta meginmáli að komi til framkvæmda. Þetta eru stór, viðmikil og flókin verkefni,“ sagði Hildur í Bítinu í morgun. Ekki krafa um Vinstri græn í meirihlua Katrín Jakobsdóttir segir það hafa verið sameiginlega niðurstöðu á fundi félaga í VG sem Líf Magneudóttir boðaði til á sunnudag að taka ekki þátt í viðræðum um myndun nýs meirihluta.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir Líf Magneudóttur oddvita flokksins í Reykjavík hafa boðað sína félaga í borginni og þingmenn flokksins í Reykjavík á fund á sunnudag. Þar hefði verið komist komist að sameiginlegri niðurstöðu. „Þar sem meirihlutinn væri fallinn væri ekki alveg sjálfgefið hvernig haldið yrði áfram. Þannig að skilaboðin til okkar í þessum kosningum væru að við ættum kannski ekki að sækjast eftir meirihlutasamstarfi,“ segir Katrín. Vinstri græn hefðu reynslu af því að hægt væri að hafa áhrif bæði í meirihluta og minnihluta og sannarlega gert það. „Við auðvitað fengum ekki þá niðurstöðu sem við hefðum kosið og finnst það vera ákveðin skilaboð um að það sé ekki endilega krafa um að við séum í meirihluta. Sérstaklega þar sem meirihlutinn féll auðvitað ekki á okkur. Heldur var það vegna þess að aðrir flokkar misstu sína menn,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 17. maí 2022 10:42 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 17. maí 2022 10:42