Erlent

Einn látinn og fimm særðir eftir skot­á­rás í kirkju

Árni Sæberg skrifar
Frá vettvangi í Laguna Woods.
Frá vettvangi í Laguna Woods. Leonard Ortiz/Getty Images)

Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi.

Lögreglumenn handtóku einn sem grunaður er um ódæðið og lagði hald á skotvopn. Árásin var framin í Geneva Presbyterian kirkjunni í Laguna Woods í Kaliforníu. Þetta segir í Twitter-þræði lögreglunnar í Orange County.

Allir sem særðust í árásinni eru fullorðnir en ríflega 80 prósent Laguna Woods eru eldri borgarar. 

Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, tilkynnti á Twitter að hann fylgdist grannt með stöðu mála.

„Enginn á að þurfa að óttast að sækja bænahús sitt. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, samfélaginu og öllum þeim sem þessi sorglegi atburður hefur áhrif á,“ segir hann.

Í gær var önnur skotárás framin í Bandaríkjunum þegar átján ára maður myrti tíu manns og særði þrjá til viðbótar í Buffalo.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×