Fótbolti

Ó­trú­legt tíma­bil Barcelona heldur á­fram: Enduðu með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Barcelona endaði með fullt hús stiga.
Barcelona endaði með fullt hús stiga. FC Barcelona

Hið ótrúlega lið Barcelona vann Atlético Madríd 2-1 í spænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Það þýðir að Barcelona endar tímabilið með fullt hús stiga, 30 sigrar í 30 leikjum.

Það var löngu orðið ljóst að Barcelona myndi verja Spánarmeistaratitil sinn en félagið er á höttunum á eftir þrennunni annað árið í röð. Liðið er komið í úrslit Meistaradeild Evrópu og möguleikinn því enn til staðar.

Liðið gerði sér þó lítið fyrir og vann spænsku úrvalsdeildina með fullt hús stiga þökk sé 2-1 sigri í dag. Irene Paredes kom Barcelona yfir snemma leiks og Aitana Bonmati svo gott sem gulltryggði sigurinn með öðru marki heimakvenna um miðbik fyrri hálfleiks.

Merel van Dongen lét svo senda sig af velli í liði Atl. Madríd þegar tæp klukkustund var liðin og engin endurkoma í kortunum. Gestirnir minnkuðu hins vegar muninn fimm mínútum síðar þegar Amanda Sampedro kom boltanum yfir línuna.

Bonmati fékk svo beint rautt spjald á 90. mínútu en Börsungum samt sem áður að landa sigrinum og vinna það sem segja má fullkominn sigur á Spáni. 30 leikir, 30 sigrar, 159 mörk skoruð og aðeins 11 fengin á sig.

Fari hins vegar svo að liðið tapi fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu er ljóst að tímabilið verður flokkað sem vonbrigði í Katalóníu.


Tengdar fréttir

Í leit að full­komnun: Ekkert fær ofur­lið Barcelona stöðvað

Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×