Innlent

Pólitíkin gefandi, skemmtileg, skemmandi og ljót

Jakob Bjarnar skrifar
Karen Elísabet Halldórsdóttir leiddi Miðflokkinn í Kópavogi í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Hún komst ekki, kveður stjórnmálin og segist nú frjáls.
Karen Elísabet Halldórsdóttir leiddi Miðflokkinn í Kópavogi í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Hún komst ekki, kveður stjórnmálin og segist nú frjáls. Vísir/Vilhelm

Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem leiddi Miðflokkinn í Kópavogi í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, kveður pólitíkina í Kópavogi. Hún segist nú frjáls.

Eins og fram hefur komið hafði Miðflokkurinn ekki erindi sem erfiði og kom ekki inn manni í bæjarstjórnina. Þar hljóta vinir Kópavogs og Helga Jónsdóttir sem þar leiddi að hrósa sigri.

Karen sat áður í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn en söðlaði um eftir oddvitaslag við Ásdísi Kristjánsdóttur og gekk til liðs við Miðflokkinn. Hún sendi út stutta tilkynningu til vina sinna á Facebook og segir nú ljóst að hún væri endanlega á leið úr sveitarstjórnarmálum.

Karen segist þakklát fyrir þennan tíma í bæjarstjórnarmálunum í Kópavogi og að hún sé sátt við sín verk.

Ég er svo sannarlega reynslunni ríkari eftir þennan tíma sem hefur verið gefandi, skemmtilegur og líka erfiður,“ segir Karen; hún hafi lagt sig fram um að þjóna bæjarbúum á skynsamlegan og heiðarlegan hátt. Þá óskar hún nýrri bæjarstjórn farsældar.

„[Ég] held nú á vit nýrra ævintýra því það er sannarlega líf eftir pólitík sem á margan hátt er skemmandi og ljót. Til allra þeirra sem hafa stutt mig og hvatt þakka ég það traust. Nú er ég frjáls.“


Tengdar fréttir

Kapp í frambjóðendum í Kópavogi

Fulltrúar meirihlutans í Kópavogi voru meðal annars sakaðir um valdhroka sem sagður er óhjákvæmilegur fylgifiskur langrar valdasetu. Það var fjör í kosningakappræðum Vísis þar sem málefni Kópavogs voru undir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×