Innlent

Útskýrir tafirnar á fyrstu tölum í Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eva B. Helgadóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík.
Eva B. Helgadóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Vísir/Óttar

Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík en upphaflega var gert ráð fyrir því að þær yrðu tilkynntar um miðnætti.

„Það er kokteill af alls konar og auðvitað er maður hundfúll því maður vill að plönin haldi,“ segir Eva. Eurovision hafi valdið því að fólk hafi mætt fyrr á kjörstað en oft áður og fyrri skammturinn af atkvæðum sé því afar stór.

„Við erum í fyrstu umferð að telja 37 þúsund atkvæði og svo er nýtt fyrirkomulag að tefja okkar frábæra talningarfólk,“ segir Eva. Þar vísar hún til nýrrar reglugerðar sem kveður á um að talningarfólk eigi að merkja hvern atkvæðabunka sem það telji.

Klippa: Formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík útskýrir hinar miklu og óvæntu tafir

Eva vonar að talningin muni ganga betur eftir að fyrstu tölur verði komnar í hús. Hún geti þó engu lofað.

„Ég vona það út af því að þetta er stór bunki sem við erum að koma með í fyrstu tölunum.“ 

Eva segist ekki treysta sér til þess að leggja fyllilega mat á það á þessari stundu hvort nýju reglurnar þjóni tilgangi sínum eða séu fyrst og fremst að valda óþarfa töfum á talningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.