Lífið

Júrógarðurinn: Súrsætur endir á stórkostlegu ævintýri

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Júrógarðurinn fer yfir lokakvöld Eurovision og stærstu atvik síðustu daga.
Júrógarðurinn fer yfir lokakvöld Eurovision og stærstu atvik síðustu daga. Júrógarðurinn

Þá er komið að lokum hér í Eurovision heiminum í Tórínó og Júrógarðurinn lítur yfir farinn veg í uppgjörs þætti beint úr blaðamannahöllinni.

Það er ýmislegt sem stendur upp úr þessari tíu daga ævintýraferð okkar. Við erum fyrst og fremst ofboðslega þakklátar fyrir allt fólkið sem við höfum kynnst í gegnum Eurovision, sem á það allt sameiginlegt að vera hjálplegt, hjartahlýtt og gott. Við erum að stoltar af Systrum sem stóðu sig eins og hetjur og dreifðu mikilvægum og kraftmiklum boðskap hvert sem þær fóru. Að lokum óskum við Úkraínu til hamingju með verðskuldaðan sigur og þökkum kærlega fyrir okkur.

Þáttinn má finna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Júrógarðurinn: Súrsætur endir

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022

Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 

Systur voru í tíunda sæti á þriðjudaginn

Nú hefur verið opinberað hvernig kosningin var í undankeppnum Eurovision. Systur, sem fluttu framlag Íslands í ár, voru í tíunda sæti á þriðjudag. Tíu lönd komust áfram. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.