Fótbolti

Hefur ekkert getað en er ekki á förum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. vísir/Getty

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir Eden Hazard ekki vera á förum frá félaginu þó dvöl hans hafi til þessa verið algjörlega misheppnuð.

Real Madrid pungaði út yfir 100 milljónum evra þegar félagið sótti Hazard frá Chelsea sumarið 2019.

Frá þeim tíma hefur Hazard aðeins skorað sex mörk og komið við sögu í 65 leikjum en flestum þeirra sem varamaður.

„Við höfum ekki rætt það en hans áform eru skýr. Hann verður hér áfram og er staðráðinn í að standa sig því honum hefur ekki gengið vel undanfarin ár og vill sýna hvaða gæði hann hefur,“ segir Ancelotti um framtíð hins 31 árs gamla Belga.

Hazard hefur vissulega orðið spænskur meistari í tvígang en hann hefur verið í algjöru aukahlutverki og oft á tíðum langt frá því að vera í góðu líkamlegu formi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×