Fótbolti

Nottingham Forest í góðum málum í umspilinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nottingham Forest vann góðan sigur í dag.
Nottingham Forest vann góðan sigur í dag. Clive Brunskill/Getty Images

Nottingham Forest vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Sheffield United í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Jack Colback kom gestunum í Nottingham Forest yfir strax á tíundu mínútu og sá til þess að gestirnir fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikshléið.

Það var svo Brennan Johnson sem kom liðinu í 2-0 með marki þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Sander Berge minnkaði muninn fyrir heimamenn í uppbótartíma.

Nottingham Forest fer því með 2-1 forystu inn í síðari leik liðanna sem fram fer á heimavelli þeirra næstkomandi þriðjudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.