Innlent

Kol­brún segir drauminn að komast í meiri­hluta

Atli Ísleifsson skrifar
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu í Ráðhúsi Reykjavík.
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu í Ráðhúsi Reykjavík. Stöð 2

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf.

Þetta sagði Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafi kosið í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 11:30 í dag.

Kolbrún segir daginn leggjast vel í sig. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu, en svo er þetta náttúrulega bara þannig að það er ekki fyrr en kemur upp úr kössunum að niðurstaðan liggur fyrir.“

Hún segist nú vera á leiðinni heim að slaka á, en svo liggi leiðin á skrifstofu flokksins til að hitta kjósendur og grasrót flokksins.

Kolbrún segir kosningabaráttuna hafa verið málefnalega og segist hún ekki vera sammála þeim sem segja kosningabaráttuna hafa byrjað seint og að lítið hafi farið fyrir henni. „Mér fannst einmitt fara hellingur fyrir henni og að á hverjum degi var eitthvað að gerast. Þetta var mjög skemmtilegt líka. Maður gat notið þess að vera í þessu.“

Kolbrún segist vona að Flokkur fólksins nái inn öðrum manni, en Kolbrún er nú eini borgarfulltrúi flokksins. „Já, okkur langar mjög að komast í meirihluta og geta komist að borðinu til að geta okkar góðu málum í gegn. Alveg virkilega. Það er draumurinn,“ segir Kolbrún.

Sjá má viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum að neðan. 


Tengdar fréttir

„Í dag upp­lifi ég aðal­lega þakk­læti“

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“.

Pólariseríng minni en síðast

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×