Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2022 11:57 Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu í Ráðhúsi Reykjavík. Stöð 2 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. Þetta sagði Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafi kosið í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 11:30 í dag. Kolbrún segir daginn leggjast vel í sig. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu, en svo er þetta náttúrulega bara þannig að það er ekki fyrr en kemur upp úr kössunum að niðurstaðan liggur fyrir.“ Hún segist nú vera á leiðinni heim að slaka á, en svo liggi leiðin á skrifstofu flokksins til að hitta kjósendur og grasrót flokksins. Kolbrún segir kosningabaráttuna hafa verið málefnalega og segist hún ekki vera sammála þeim sem segja kosningabaráttuna hafa byrjað seint og að lítið hafi farið fyrir henni. „Mér fannst einmitt fara hellingur fyrir henni og að á hverjum degi var eitthvað að gerast. Þetta var mjög skemmtilegt líka. Maður gat notið þess að vera í þessu.“ Kolbrún segist vona að Flokkur fólksins nái inn öðrum manni, en Kolbrún er nú eini borgarfulltrúi flokksins. „Já, okkur langar mjög að komast í meirihluta og geta komist að borðinu til að geta okkar góðu málum í gegn. Alveg virkilega. Það er draumurinn,“ segir Kolbrún. Sjá má viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum að neðan. Flokkur fólksins Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 „Í dag upplifi ég aðallega þakklæti“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“. 14. maí 2022 11:30 „Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. 14. maí 2022 11:28 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þetta sagði Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafi kosið í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 11:30 í dag. Kolbrún segir daginn leggjast vel í sig. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu, en svo er þetta náttúrulega bara þannig að það er ekki fyrr en kemur upp úr kössunum að niðurstaðan liggur fyrir.“ Hún segist nú vera á leiðinni heim að slaka á, en svo liggi leiðin á skrifstofu flokksins til að hitta kjósendur og grasrót flokksins. Kolbrún segir kosningabaráttuna hafa verið málefnalega og segist hún ekki vera sammála þeim sem segja kosningabaráttuna hafa byrjað seint og að lítið hafi farið fyrir henni. „Mér fannst einmitt fara hellingur fyrir henni og að á hverjum degi var eitthvað að gerast. Þetta var mjög skemmtilegt líka. Maður gat notið þess að vera í þessu.“ Kolbrún segist vona að Flokkur fólksins nái inn öðrum manni, en Kolbrún er nú eini borgarfulltrúi flokksins. „Já, okkur langar mjög að komast í meirihluta og geta komist að borðinu til að geta okkar góðu málum í gegn. Alveg virkilega. Það er draumurinn,“ segir Kolbrún. Sjá má viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum að neðan.
Flokkur fólksins Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 „Í dag upplifi ég aðallega þakklæti“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“. 14. maí 2022 11:30 „Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. 14. maí 2022 11:28 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
„Í dag upplifi ég aðallega þakklæti“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist nú á leið til fundar við félaga sína í Sjálfstæðisflokknum þar sem þau ætli að klára þennan síðasta dag í kosningunum, heyra í fólki og „sigla þessu heim í kvöld“. 14. maí 2022 11:30
„Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. 14. maí 2022 11:28
Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38