Innlent

Þyrlu­flug­stjóri Land­helgis­gæslunnar sendur í leyfi

Árni Sæberg skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm

Einn þyrluflugstjóra Landhelgisgæslunnar hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna lögreglurannsóknar sem hann sætir.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að þyrluflugstjórinn sé kominn í launað leyfi vegna rannsóknar lögreglu, í svari við fyrirspurn Vísis.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem greindi fyrst frá, sætir maðurinn rannsókn vegna kæru um kynferðisbrot utan vinnustaðar. Ásgeir kveðst ekki geta greint frá eðli rannsóknar lögreglu.

Í frétt RÚV segir að forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hafi komið af fjöllum þegar þeim barst fréttastofa RÚV falaðist eftir svörum um málið.

„Um leið og stjórnendum Landhelgisgæslunnar barst vitneskja um málið í vikunni var tekin ákvörðun um að viðkomandi flugstjóri færi í leyfi frá störfum sínum hjá Landhelgisgæslunni,“ segir Ásgeir.

Einungis þrír dagar eru síðan enginn þyrluflugstjóri fékkst til að manna þyrlu gæslunnar og þyrlan var ekki til taks. Ásgeir segir að gripið hafi verið til ráðstafana til að tryggja að ekki verði röskun á viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar sökum þess að einn þyrluflugstjóranna sé nú kominn í leyfi. 

Aðrir þyrluflugstjórar stofnunarinnar hafi boðist til að fylla skarðið sem myndaðist vegna þessa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.