Greiði rúmlega sex milljónir króna vegna uppsagnar þungaðrar konu Árni Sæberg skrifar 13. maí 2022 20:01 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þessa efnis þar sem vísað er til rannsóknarhagsmuna og síafbrota mannsins. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða konu skaðabætur upp á ríflega sex milljónir króna vegna þess að henni var sagt upp með ólögmætum hætti skömmu eftir að hún tilkynnti að hún væri barnshafandi. Konan hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Luxury þann 8. apríl 2019 til reynslu í þrjá mánuði. Þann fjórtánda júní sama árs upplýsti hún fyrirsvarsmanni fyrirtækisins að hún væri með barni og tveimur vikum seinna var henni sagt upp störfum, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan hafi ekki valdið starfi sínu Konan leitaði til stéttarfélagsins VR sem mótmælti uppsögninni fyrir hennar hönd með vísan til ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þrítugustu grein þeirra segir að óheimilt sé að segja upp starfsmanni sem tilkynnt hefur um fyrirætlaða töku fæðingarorlofs eða er þunguð kona. Þó er heimilt að segja þungaðri konu upp störfum ef málefnaleg ástæða liggur að baki og skriflegur rökstuðningur fylgir uppsögninni. Nordic Luxury bar fyrir sig fyrir dómi að konan hefði ekki með nokkru móti valdið starfi sínu og að samstarfsfólk hennar teldi bókunarskrifstofu fyrirtækisins betur setta án hennar en með. Því hafi verið ákveðið að framlengja ekki ráðningarsamning konunnar en hún hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mánaða til reynslu. Hvorki skriflegur samningur né rökstuðningur Í dómi Landsréttar segir að skriflegum ráðningarsamningi milli aðila hafi ekki verið til að dreifa og því ekki hægt að sanna að konan hafi aðeins verið ráðin tímabundið. Þá hafi uppsagnarbréfi konunnar ekki fylgt skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögninni og því væri ákvæðum laganna ekki fullnægt svo uppsögnin væri lögmæt. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur og fyrirtækið dæmt til að greiða konunni skaðabætur sem nema upphæð launa og orlofs í þann tíma sem eftir var af þungun konunnar auk fæðingarorlofs. Konan gerði kröfu upp á tæplega 6,4 milljónir króna og deildu málsaðilar ekki um útreikning bótanna. Því var fyrirtækinu gert að greiða konunni upphæðina auk dráttarvaxta. Þá var fyrirtækin einnig dæmt til að bera allan málskostnað konunnar, alls 1,7 milljón króna. Dómsmál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Konan hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Luxury þann 8. apríl 2019 til reynslu í þrjá mánuði. Þann fjórtánda júní sama árs upplýsti hún fyrirsvarsmanni fyrirtækisins að hún væri með barni og tveimur vikum seinna var henni sagt upp störfum, að því er segir í dómi Landsréttar. Konan hafi ekki valdið starfi sínu Konan leitaði til stéttarfélagsins VR sem mótmælti uppsögninni fyrir hennar hönd með vísan til ákvæða laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þrítugustu grein þeirra segir að óheimilt sé að segja upp starfsmanni sem tilkynnt hefur um fyrirætlaða töku fæðingarorlofs eða er þunguð kona. Þó er heimilt að segja þungaðri konu upp störfum ef málefnaleg ástæða liggur að baki og skriflegur rökstuðningur fylgir uppsögninni. Nordic Luxury bar fyrir sig fyrir dómi að konan hefði ekki með nokkru móti valdið starfi sínu og að samstarfsfólk hennar teldi bókunarskrifstofu fyrirtækisins betur setta án hennar en með. Því hafi verið ákveðið að framlengja ekki ráðningarsamning konunnar en hún hafi verið ráðin tímabundið til þriggja mánaða til reynslu. Hvorki skriflegur samningur né rökstuðningur Í dómi Landsréttar segir að skriflegum ráðningarsamningi milli aðila hafi ekki verið til að dreifa og því ekki hægt að sanna að konan hafi aðeins verið ráðin tímabundið. Þá hafi uppsagnarbréfi konunnar ekki fylgt skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögninni og því væri ákvæðum laganna ekki fullnægt svo uppsögnin væri lögmæt. Af þeim sökum var dómur héraðsdóms staðfestur og fyrirtækið dæmt til að greiða konunni skaðabætur sem nema upphæð launa og orlofs í þann tíma sem eftir var af þungun konunnar auk fæðingarorlofs. Konan gerði kröfu upp á tæplega 6,4 milljónir króna og deildu málsaðilar ekki um útreikning bótanna. Því var fyrirtækinu gert að greiða konunni upphæðina auk dráttarvaxta. Þá var fyrirtækin einnig dæmt til að bera allan málskostnað konunnar, alls 1,7 milljón króna.
Dómsmál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira