Fyrrverandi formaður dæmdur til að greiða húsfélagi 2,8 milljónir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 17:43 Konan var dæmd til að greiða húsfélaginu aftur 2,8 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Kona, sem gengdi hlutverki formanns í húsfélags Efstasunds 100, hefur verið dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna. Konan hafði dregið sér fé úr húsfélaginu þegar hún var þar formaður á árunum 2017 til 2019. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en konan, formaðurinn fyrrverandi, áfrýjaði málinu til Landsréttar í júní í fyrra. Þegar konan tók við embætti formanns í janúar 2017 átti hún eina íbúð í húsinu við Efstasund 100, þar sem eru sjö íbúðir, en keypti á síðari stigum þrjár íbúðir til viðbótar í húsinu. Hún fékk prókúru að reikningum húsfélagsins eftir aðalfund í janúar 2017 og hafði aðgang að reikningum á meðan hún gengdi þar formennsku. Fram kemur í dómnum að að frumkvæði konunnar hafi húsfélagsgjöld verið hækkuð frá septembermánuði 2017 úr 9.000 krónum í 14.000 krónur fyrir hverja íbúð. Þá segir að óumdeilt sé að hækkuninni hafi verði ætlað að standa straum af greiðslum til konunnar vegna vinnu hennar í þágu húsfélagsins. Svo virðist vera sem ekki hafi veirð boðað til húsfélagsfundar þegar hækkunin var tekin til umræðu en að þrír íbúðareigendur, auk konunnar sjálfrar, hafi samþykkt hækkunina. Sökuð um að hafa dregið sér 3,1 milljón Á aðalfundi 6. maí 2019 hafi komið fram athugasemdir við launagreiðslur til konunnar og við atkvæðagreiðslu kaus meirihluti fundarmanna gegn slíkum greiðslum ti lkonunnar. Á sama fundi var annar kjörinn í embætti formanns húsfélagsins. Daginn eftir millifærði konan rúmar 585 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins inn á sinn eigin. Fram kemur í dómnum að konan hafi dregið sér samtals 3.092.725 krónur af reikningum húsfélagsins í eigin þarfir og annarra. Þar af hafi verið 21 færsla upp á 35 þúsund króna laun til konunnar, óútskýrðar greiðslur sem námu 2.101.218 krónum og rúmar 256 þúsund krónur sem greiddust inn á reikninga annarra aðila. Þá hafi enginn stjórnarfundur verið haldinn í stjórnartíð konunnar og hún ein séð um alla ákvarðanatöku. Hún hafi ekki verið með formlegt samþykki húsfélagsins fyrir launagreiðslunum og engar úttektir á stjórnartíð hennar hafi verið samþykktar, hvorki í hennar eigin þarfir eða annarra. Um hafi verið að ræða sjálftöku af reikningum félagsins. Konan var í héraðsdómi dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum og 950 þúsund krónur í málskostnað. Dómur héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti og henni gert að greiða húsfélaginu 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Nágrannadeilur Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en konan, formaðurinn fyrrverandi, áfrýjaði málinu til Landsréttar í júní í fyrra. Þegar konan tók við embætti formanns í janúar 2017 átti hún eina íbúð í húsinu við Efstasund 100, þar sem eru sjö íbúðir, en keypti á síðari stigum þrjár íbúðir til viðbótar í húsinu. Hún fékk prókúru að reikningum húsfélagsins eftir aðalfund í janúar 2017 og hafði aðgang að reikningum á meðan hún gengdi þar formennsku. Fram kemur í dómnum að að frumkvæði konunnar hafi húsfélagsgjöld verið hækkuð frá septembermánuði 2017 úr 9.000 krónum í 14.000 krónur fyrir hverja íbúð. Þá segir að óumdeilt sé að hækkuninni hafi verði ætlað að standa straum af greiðslum til konunnar vegna vinnu hennar í þágu húsfélagsins. Svo virðist vera sem ekki hafi veirð boðað til húsfélagsfundar þegar hækkunin var tekin til umræðu en að þrír íbúðareigendur, auk konunnar sjálfrar, hafi samþykkt hækkunina. Sökuð um að hafa dregið sér 3,1 milljón Á aðalfundi 6. maí 2019 hafi komið fram athugasemdir við launagreiðslur til konunnar og við atkvæðagreiðslu kaus meirihluti fundarmanna gegn slíkum greiðslum ti lkonunnar. Á sama fundi var annar kjörinn í embætti formanns húsfélagsins. Daginn eftir millifærði konan rúmar 585 þúsund krónur af reikningi húsfélagsins inn á sinn eigin. Fram kemur í dómnum að konan hafi dregið sér samtals 3.092.725 krónur af reikningum húsfélagsins í eigin þarfir og annarra. Þar af hafi verið 21 færsla upp á 35 þúsund króna laun til konunnar, óútskýrðar greiðslur sem námu 2.101.218 krónum og rúmar 256 þúsund krónur sem greiddust inn á reikninga annarra aðila. Þá hafi enginn stjórnarfundur verið haldinn í stjórnartíð konunnar og hún ein séð um alla ákvarðanatöku. Hún hafi ekki verið með formlegt samþykki húsfélagsins fyrir launagreiðslunum og engar úttektir á stjórnartíð hennar hafi verið samþykktar, hvorki í hennar eigin þarfir eða annarra. Um hafi verið að ræða sjálftöku af reikningum félagsins. Konan var í héraðsdómi dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna með dráttarvöxtum og 950 þúsund krónur í málskostnað. Dómur héraðsdóms var staðfestur í Landsrétti og henni gert að greiða húsfélaginu 1,1 milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti.
Nágrannadeilur Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira