Alvöru skammbyssur á stærsta skotfimimóti Íslandssögunnar Snorri Másson skrifar 13. maí 2022 22:40 Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur. Vísir/Einar Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur. Skothvellirnir glumdu í kjallaranum í Egilshöll og á æfingasvæði í Digranesi frameftir degi. Mótið, sem var haldið á vegum Íþróttasambands lögreglumanna, fór fram í húsnæði elsta íþróttafélags landsins, Skotfélags Reykjavíkur sem verður 155 ára á árinu. Einnig dregur til tíðinda í því að nú er í fyrsta sinn keppt í skotfimi með lögregluskotvopnum, níu millimetra skammbyssum. Íslensku lögreglumennirnir í hópnum höfðu forgöngu um að það yrði gert. „Það eru mjög sterkir skotmenn að keppa hérna,“ segir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Akranesi. „Þetta er rosa gaman. Þetta eru kollegar að hittast og það er mikið spjallað á kvöldin. Það eru auðvitað verðmæti fyrir lögregluna að hittast og spjalla,“ segir Jón. Þótt allt séu þetta lögreglumenn og ekki atvinnumenn í íþróttum, leynast skyttur á heimsmælikvarða í hópnum. Eins og hin norska Sina Oleane, sem er þrautreynd skytta, sem hefur keppt á heimsmeistaramótum. Oleane hefur verið að keppa á alþjóðamótum í skotfimi árum saman en keppir um helgina í Reykjavík.Vísir/Einar Virkilega skemmtilegt, segir Oleane: „Maður hittir svo marga starfsfélaga, bæði þá sem keppa með byssum og rifflum. Það er mjög gott að koma hingað til Íslands að keppa. Samkeppnin er mjög mikil og það er mjög vel að mótinu staðið.“ Ætlarðu að vinna? „Engin spurning. Ég hef æft hvern einasta dag og ég stefni á það,“ segir Oleane. 50 lögreglumenn frá Skandinavíu og Eistlandi eru mættir á skotfimimót í Reykjavík.Vísir/Einar Skotíþróttir Skotvopn Lögreglan Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Skothvellirnir glumdu í kjallaranum í Egilshöll og á æfingasvæði í Digranesi frameftir degi. Mótið, sem var haldið á vegum Íþróttasambands lögreglumanna, fór fram í húsnæði elsta íþróttafélags landsins, Skotfélags Reykjavíkur sem verður 155 ára á árinu. Einnig dregur til tíðinda í því að nú er í fyrsta sinn keppt í skotfimi með lögregluskotvopnum, níu millimetra skammbyssum. Íslensku lögreglumennirnir í hópnum höfðu forgöngu um að það yrði gert. „Það eru mjög sterkir skotmenn að keppa hérna,“ segir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Akranesi. „Þetta er rosa gaman. Þetta eru kollegar að hittast og það er mikið spjallað á kvöldin. Það eru auðvitað verðmæti fyrir lögregluna að hittast og spjalla,“ segir Jón. Þótt allt séu þetta lögreglumenn og ekki atvinnumenn í íþróttum, leynast skyttur á heimsmælikvarða í hópnum. Eins og hin norska Sina Oleane, sem er þrautreynd skytta, sem hefur keppt á heimsmeistaramótum. Oleane hefur verið að keppa á alþjóðamótum í skotfimi árum saman en keppir um helgina í Reykjavík.Vísir/Einar Virkilega skemmtilegt, segir Oleane: „Maður hittir svo marga starfsfélaga, bæði þá sem keppa með byssum og rifflum. Það er mjög gott að koma hingað til Íslands að keppa. Samkeppnin er mjög mikil og það er mjög vel að mótinu staðið.“ Ætlarðu að vinna? „Engin spurning. Ég hef æft hvern einasta dag og ég stefni á það,“ segir Oleane. 50 lögreglumenn frá Skandinavíu og Eistlandi eru mættir á skotfimimót í Reykjavík.Vísir/Einar
Skotíþróttir Skotvopn Lögreglan Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira