Innlent

Al­vöru skamm­byssur á stærsta skot­fimi­móti Ís­lands­­sögunnar

Snorri Másson skrifar
Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur.
Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur. Vísir/Einar

Stærsta skotíþróttamót sem haldið hefur verið á Íslandi hófst í Egilshöll í morgun. Um fimmtíu skandinavískir lögreglumenn taka þátt í mótinu og keppa meðal annars við íslenska lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur.

Skothvellirnir glumdu í kjallaranum í Egilshöll og á æfingasvæði í Digranesi frameftir degi. Mótið, sem var haldið á vegum Íþróttasambands lögreglumanna, fór fram í húsnæði elsta íþróttafélags landsins, Skotfélags Reykjavíkur sem verður 155 ára á árinu.

Einnig dregur til tíðinda í því að nú er í fyrsta sinn keppt í skotfimi með lögregluskotvopnum, níu millimetra skammbyssum. Íslensku lögreglumennirnir í hópnum höfðu forgöngu um að það yrði gert.

„Það eru mjög sterkir skotmenn að keppa hérna,“ segir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Akranesi. „Þetta er rosa gaman. Þetta eru kollegar að hittast og það er mikið spjallað á kvöldin. Það eru auðvitað verðmæti fyrir lögregluna að hittast og spjalla,“ segir Jón.

Þótt allt séu þetta lögreglumenn og ekki atvinnumenn í íþróttum, leynast skyttur á heimsmælikvarða í hópnum. Eins og hin norska Sina Oleane, sem er þrautreynd skytta, sem hefur keppt á heimsmeistaramótum.

Oleane hefur verið að keppa á alþjóðamótum í skotfimi árum saman en keppir um helgina í Reykjavík.Vísir/Einar

Virkilega skemmtilegt, segir Oleane: „Maður hittir svo marga starfsfélaga, bæði þá sem keppa með byssum og rifflum. Það er mjög gott að koma hingað til Íslands að keppa. Samkeppnin er mjög mikil og það er mjög vel að mótinu staðið.“

Ætlarðu að vinna?

„Engin spurning. Ég hef æft hvern einasta dag og ég stefni á það,“ segir Oleane.

50 lögreglumenn frá Skandinavíu og Eistlandi eru mættir á skotfimimót í Reykjavík.Vísir/Einar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.