Sindri Sindrason hitti þá félaga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að heyra hvernig kvöldið í kvöld verður.
FM95BLÖ er einn vinsælasti útvarpsþáttur landsins og er í loftinu alla föstudaga frá fjögur til sex.
„Þeir eru núna að styrkja þakið því það fer af á föstudaginn,“ segir Auðunn Blöndal um kvöldið í kvöld.
„Við höfum litið á þetta sem festival enda eru þetta einhver fjórtán atriði með leynigestum og fleira. Fyrsta atriðið er um sex og þetta er búið um miðnætti. Þetta er rosaleg keyrsla,“ segir Steindi en á tónleiknum koma fram, Rikki G, Flóni, Birnir, Birgitta Haukdal, ClubDub, Sverris Bergmann, Jóhanna Guðrún, Sveppi, Aron Can, Bríet, Friðrik Dór, FM95BLÖ, Dj Muscleboy og Basshunter.
„Við erum að leggja mikinn metnað í það að þetta sé sýning ekki bara tónleikar,“ segir Steindi.
„Síðast þegar ég var hérna í Höllinni þá var ég í sprautu svo þetta verður eins ólíkt og það verður, frá því að vera í sprauti yfir í mestu stemningu sem þú hefur séð,“ segir Auddi en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.