„Leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum“ Atli Arason skrifar 12. maí 2022 23:17 Brynjar Hlöðversson og félagar í Leikni hafa byrjað tímabilið í Bestu deildinni illa. vísir/vilhelm Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, var langt því frá að vera ánægður eftir 3-0 tap gegn Keflavík í fimmtu umferð Bestu deildarinnar í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru reiði, pirringur og bara almennt mjög sár út í frammistöðu okkar í kvöld. Við hefðum átt að sýna einhvern karakter í þessum leik, við vorum eftir á í fyrsta bolta, öðrum bolta, tæklingum og fleira. Ég er mjög svekktur út í liðið,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, í viðtali við Vísi eftir leik. Keflavík fékk fyrstu tvö mörk leiksins á silfurfati frá Leikni. Brynjari fannst fyrra markið þó ekki eiga að standa þegar Bjarki Aðalsteinsson og Viktor Freyr Sigurðsson, leikmenn Leiknis lenda saman inn í vítateig gestanna. „Það var leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum. Mér fannst hann brjóta á Bjarka og það ætti að vera aukaspyrna en kannski sá ég þetta ekki nógu vel. Í öðru markinu kixa ég boltann, ég er með sólina í augunum en þetta var alltof mikill klaufagangur hjá mér." Veðrið spilaði sitt hlutverk í leiknum í kvöld eins og svo oft áður í Keflavík. Vindurinn stóð á annað markið allan leikinn og í síðari hálfleik var sólin komin lágt á loft sem augljóslega truflaði leikmenn Leiknis eitthvað. „Ég veit ekki hvort við eigum að reyna spila minni fótbolta fyrir vikið. Þetta var ekkert skemmtilegur fótboltaleikur fyrir áhorfendur en svona er boltinn stundum á Íslandi. Veðrið getur spilað inn í en við þurfum að geta spilað í svona aðstöðu,“ svaraði Brynjar aðspurður út í aðstöðunnar í Keflavík í kvöld. Leikmenn Leiknis hafa enn ekki skorað mark í deildinni eftir fimm umferðir. Eina mark liðsins til þessa er sjálfsmark Eiðs Arons, leikmanns ÍBV. Næsti leikur Leiknis er gegn Fram, sem er leikur sem Breiðhyltingar verða að sækja sigur í til að lyfta sér úr kjallara Bestu deildarinnar. Brynjar kallar eftir því að hann og liðsfélagar sínir mæti betur til leiks á móti Fram á mánudaginn. „Við þurfum bara að byrja á því að mæta til leiks. Við þurfum að mæta klárir frá fyrstu mínútu og geta gefið allt í leikinn,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru reiði, pirringur og bara almennt mjög sár út í frammistöðu okkar í kvöld. Við hefðum átt að sýna einhvern karakter í þessum leik, við vorum eftir á í fyrsta bolta, öðrum bolta, tæklingum og fleira. Ég er mjög svekktur út í liðið,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, í viðtali við Vísi eftir leik. Keflavík fékk fyrstu tvö mörk leiksins á silfurfati frá Leikni. Brynjari fannst fyrra markið þó ekki eiga að standa þegar Bjarki Aðalsteinsson og Viktor Freyr Sigurðsson, leikmenn Leiknis lenda saman inn í vítateig gestanna. „Það var leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum. Mér fannst hann brjóta á Bjarka og það ætti að vera aukaspyrna en kannski sá ég þetta ekki nógu vel. Í öðru markinu kixa ég boltann, ég er með sólina í augunum en þetta var alltof mikill klaufagangur hjá mér." Veðrið spilaði sitt hlutverk í leiknum í kvöld eins og svo oft áður í Keflavík. Vindurinn stóð á annað markið allan leikinn og í síðari hálfleik var sólin komin lágt á loft sem augljóslega truflaði leikmenn Leiknis eitthvað. „Ég veit ekki hvort við eigum að reyna spila minni fótbolta fyrir vikið. Þetta var ekkert skemmtilegur fótboltaleikur fyrir áhorfendur en svona er boltinn stundum á Íslandi. Veðrið getur spilað inn í en við þurfum að geta spilað í svona aðstöðu,“ svaraði Brynjar aðspurður út í aðstöðunnar í Keflavík í kvöld. Leikmenn Leiknis hafa enn ekki skorað mark í deildinni eftir fimm umferðir. Eina mark liðsins til þessa er sjálfsmark Eiðs Arons, leikmanns ÍBV. Næsti leikur Leiknis er gegn Fram, sem er leikur sem Breiðhyltingar verða að sækja sigur í til að lyfta sér úr kjallara Bestu deildarinnar. Brynjar kallar eftir því að hann og liðsfélagar sínir mæti betur til leiks á móti Fram á mánudaginn. „Við þurfum bara að byrja á því að mæta til leiks. Við þurfum að mæta klárir frá fyrstu mínútu og geta gefið allt í leikinn,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira