Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúklinga Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2022 22:18 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. AÐSEND Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var einróma á aðalfundi þess á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Í henni segir að tryggja þurfi nægan fjölda útskrifaðra hjúkrunarfræðinga og draga úr brottfalli þeirra úr starfi skömmu eftir útskrift. Mikilvægt sé að mönnun hjúkrunarfræðinga sé tryggð til lengri og skemmri tíma. „Sporna þarf við því að hjúkrunarfræðingar sæki í önnur störf og fá þá sem hafa horfið til annarra starfa aftur til baka.“ Þá segir félagið að tillögur að bráðnauðsynlegum úrbótum liggi fyrir í skýrslum heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2020 og sömuleiðis í eldri skýrslum sem innihaldi sömu tillögur. Fram kemur í tilkynningu frá FÍH að það skori á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir lagasetningu um mönnunarviðmið í heilbrigðiskerfinu, sambærileg þeim sem séu í gildi í helstu samanburðarlöndum. Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Vilja lagabreytingar varðandi rannsókn alvarlegra atvika og aukin kaup á sjálfstæðri þjónustu „Félagið skorar á bæði heilbrigðisráðherra og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að leggja fram lagabreytingar í tengslum við tilkynningar, rannsókn og málsmeðferð alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu þar sem hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk kemur við sögu. Framganga yfirvalda í garð hjúkrunarfræðinga á síðustu árum kallar á breyttan lagaramma,” segir í tilkynningunni. Sömuleiðis beinir FÍH því til heilbrigðisráðherra að tryggja greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í heilbrigðisþjónustu sem veitt sé af hjúkrunarfræðingum á sama hátt og aðrar heilbrigðisstéttir. „Nauðsynlegt er að auka kaup hins opinbera á sjálfstæðri þjónustu hjúkrunarfræðinga til að tryggja bætt aðgengi notenda heilbrigðisþjónustunnar og auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Slíkt stuðlar að aukinni nýsköpun og hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu ásamt nýjum þjónustuleiðum í samræmi við þarfir notenda hennar,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. Aðalfundurinn fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.Aðsend Útrýma þurfi kynbundnum launamun Í annarri ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum er skorað á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir leiðréttingu á kynbundnum launamun á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð. „Útrýma þarf kynbundnum launamun sem fram kom meðal annars í niðurstöðu Gerðardóms árið 2020. Þar segir að vísbendingar eru um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt með tilliti til launa og ábyrgðar í starfi,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. „Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að farið verði í aðgerðir til að draga úr kynbundnum launamun og jafnréttismál verði alltaf í forgrunni við ákvarðanatöku. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fer fram á að unnið verði markvisst að því að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á störfum þar sem konur eru í meirihluta.“ Heilbrigðismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem samþykkt var einróma á aðalfundi þess á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Í henni segir að tryggja þurfi nægan fjölda útskrifaðra hjúkrunarfræðinga og draga úr brottfalli þeirra úr starfi skömmu eftir útskrift. Mikilvægt sé að mönnun hjúkrunarfræðinga sé tryggð til lengri og skemmri tíma. „Sporna þarf við því að hjúkrunarfræðingar sæki í önnur störf og fá þá sem hafa horfið til annarra starfa aftur til baka.“ Þá segir félagið að tillögur að bráðnauðsynlegum úrbótum liggi fyrir í skýrslum heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2020 og sömuleiðis í eldri skýrslum sem innihaldi sömu tillögur. Fram kemur í tilkynningu frá FÍH að það skori á Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir lagasetningu um mönnunarviðmið í heilbrigðiskerfinu, sambærileg þeim sem séu í gildi í helstu samanburðarlöndum. Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi skjólstæðinga og starfsfólks. Vilja lagabreytingar varðandi rannsókn alvarlegra atvika og aukin kaup á sjálfstæðri þjónustu „Félagið skorar á bæði heilbrigðisráðherra og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að leggja fram lagabreytingar í tengslum við tilkynningar, rannsókn og málsmeðferð alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu þar sem hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk kemur við sögu. Framganga yfirvalda í garð hjúkrunarfræðinga á síðustu árum kallar á breyttan lagaramma,” segir í tilkynningunni. Sömuleiðis beinir FÍH því til heilbrigðisráðherra að tryggja greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í heilbrigðisþjónustu sem veitt sé af hjúkrunarfræðingum á sama hátt og aðrar heilbrigðisstéttir. „Nauðsynlegt er að auka kaup hins opinbera á sjálfstæðri þjónustu hjúkrunarfræðinga til að tryggja bætt aðgengi notenda heilbrigðisþjónustunnar og auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Slíkt stuðlar að aukinni nýsköpun og hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu ásamt nýjum þjónustuleiðum í samræmi við þarfir notenda hennar,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. Aðalfundurinn fór fram á Hilton Reykjavík Nordica.Aðsend Útrýma þurfi kynbundnum launamun Í annarri ályktun sem samþykkt var á aðalfundinum er skorað á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir leiðréttingu á kynbundnum launamun á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð. „Útrýma þarf kynbundnum launamun sem fram kom meðal annars í niðurstöðu Gerðardóms árið 2020. Þar segir að vísbendingar eru um að hjúkrunarfræðingar séu vanmetin kvennastétt með tilliti til launa og ábyrgðar í starfi,“ segir í greinargerð ályktunarinnar. „Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að farið verði í aðgerðir til að draga úr kynbundnum launamun og jafnréttismál verði alltaf í forgrunni við ákvarðanatöku. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fer fram á að unnið verði markvisst að því að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á störfum þar sem konur eru í meirihluta.“
Heilbrigðismál Stéttarfélög Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45