Fótbolti

Íslendingalið Lyngby endurheimti toppsætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Freyr Alexanderson, þjálfari Lyngby, og Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins.
Freyr Alexanderson, þjálfari Lyngby, og Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins. Mynd/Lyngby

Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar endrheimti toppsæti dönsku B-deildarinnar í fótbolta er liðið vann 1-0 sigur á heimavelli gegn Hvidovre í kvöld.

Sævar Magnússon og Frederik Schram hófu báðir leik á varamannabekknum í kvöld, en Sævar kom inn af bekknum þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Það var hins vegar Magnus Westergaard sem reyndist hetja Lyngby þegar hann skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik og tryggði liðinu þar með mikilvægan 1-0 sigur.

Lyngby er nú á toppi dönsku B-deildarinnar með 56 stig þegar liðið á aðeins þrjá leiki eftir. Horsens og Helsingor koma þar á eftir með 56 og 54 sig, en þau eiga bæði leik til góða. Tvö efstu liðin í lok tímabils fara upp í úrvalsdeildina og því ljóst að baráttan mun standa fram á seinasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×