Innlent

Til­kynnt um hópslags­mál á skemmti­stað í mið­bænum

Atli Ísleifsson skrifar
Allt var rólegt þegar lögreglu bar að garði á skemmtistaðnum.
Allt var rólegt þegar lögreglu bar að garði á skemmtistaðnum. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um hópslagsmál á skemmtistað í miðbænum um klukkan eitt í nótt.

Frá þessu segir í dagbók lögreglu. Þar segir að allt hafi þó verið rólegt þegar lögreglu bar að garði.

Þar segir einnig frá því að skömmu fyrir klukkan tvö í nótt hafi verið tilkynnt um hávaða frá byggingarkrana í hverfi 200 í Kópavogi. Var haft samband við forráðamann sem ætlaði sér að gera ráðstafanir.

Um 22:30 í gærkvöldi stöðvaði lögregla bíl á Seltjarnarnesi og er ökumaður hans grunaður akstur undir áhrifum áfengis. Sömuleiðis reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.

Nokkru fyrr hafði lögregla stöðvað annan víl í Hafnarfirði þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×