Reynslulaus farþegi lenti flugvél Smári Jökull Jónsson skrifar 11. maí 2022 23:01 Vélin var af gerðinni Cessna 208 líkt og vélin á þessari mynd. Vísir/Getty Farþegi í flugvél neyddist til að taka við stjórn vélarinnar í háloftunum og lenda henni á flugvelli í Flórída eftir að flugmaðurinn varð rænulaus. Hann hafði enga flugreynslu en fékk leiðbeiningar við lendinguna frá flugturni. CNN greinir frá atvikinu. Þar kemur fram að flugmaðurinn hafi orðið rænulaus og farþeginn hafði þá í samband við næsta flugturn í gegnum talstöðina. „Ég er í alvarlegum málum hérna. Flugmaðurinn minn er rænulaus og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fljúga þessari vél,“ sagði maðurinn en vélin var á leið frá Bahamas. Flugumferðarstjórinn Robert Morgan var í pásu þegar hann var beðinn um að flýta sér aftur í flugturninn. Morgan er flugkennari og með rúmlega 1200 flugtíma á bakinu og auk þess reyndur flugkennari. „Ég gekk inn í herbergið og þar var allt á fullu. Þeir segja við mig: Hey, flugmaðurinn er rænulaus. Farþegarnir eru að fljúga vélinni og þeir eru ekki með neina flugreynslu.“ Hann sagði farþegann hafa verið mjög rólegan. „Hann sagði, ég veit ekki hvernig ég á að fljúga. Ég veit ekki hvernig ég á að stoppa ef ég kemst á flugbrautina.“ Morgan hafði aldrei flogið flugvél af sömu tegund og þeirri sem var í loftinu. Hann prentaði út mynd af stjórnborði slíkrar vélar og notaði myndina til að átta sig betur á aðstæðum farþegans. Vissu ekki hvar vélin var Hann kom þeim skilaboðum til flugmannsins að halda jafnvægi á vélinni og athuga hvort hann gæti reynt að lækka flugið rólega. „Reyndu að fylgja ströndinni annaðhvort í norður eða suður. Við erum að reyna að staðsetja sig,“ sagði Morgan í talstöðina en flugmaðurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur þar sem ekkert sást á skjánum í vélinni. Þegar búið var að finna út hvar í loftinu vélin var tók Morgan þá ákvörðun að beina henni á stærsta flugvöllinn á svæðinu. Þá hefði flugmaðurinn stóran völl að miða á. Morgan gefur flugmanninum tíu í einkunn fyrir lendinguna. „Mig langaði að fara að gráta því ég var fullur af adrenalíni. Ég var mjög ánægður að þetta gekk upp og að enginn slasaðist.“ Þegar vélin var komin á jörðina áttu hann og nýjasti flugneminn hans hjartnæma stund þar sem sá síðarnefndi þakkaði honum fyrir aðstoðina og sagðist svo vilja drífa sig heim til ófrískrar eiginkonu sinnar. „Í mínum augum er hann hetjan. Ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Morgan. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
CNN greinir frá atvikinu. Þar kemur fram að flugmaðurinn hafi orðið rænulaus og farþeginn hafði þá í samband við næsta flugturn í gegnum talstöðina. „Ég er í alvarlegum málum hérna. Flugmaðurinn minn er rænulaus og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fljúga þessari vél,“ sagði maðurinn en vélin var á leið frá Bahamas. Flugumferðarstjórinn Robert Morgan var í pásu þegar hann var beðinn um að flýta sér aftur í flugturninn. Morgan er flugkennari og með rúmlega 1200 flugtíma á bakinu og auk þess reyndur flugkennari. „Ég gekk inn í herbergið og þar var allt á fullu. Þeir segja við mig: Hey, flugmaðurinn er rænulaus. Farþegarnir eru að fljúga vélinni og þeir eru ekki með neina flugreynslu.“ Hann sagði farþegann hafa verið mjög rólegan. „Hann sagði, ég veit ekki hvernig ég á að fljúga. Ég veit ekki hvernig ég á að stoppa ef ég kemst á flugbrautina.“ Morgan hafði aldrei flogið flugvél af sömu tegund og þeirri sem var í loftinu. Hann prentaði út mynd af stjórnborði slíkrar vélar og notaði myndina til að átta sig betur á aðstæðum farþegans. Vissu ekki hvar vélin var Hann kom þeim skilaboðum til flugmannsins að halda jafnvægi á vélinni og athuga hvort hann gæti reynt að lækka flugið rólega. „Reyndu að fylgja ströndinni annaðhvort í norður eða suður. Við erum að reyna að staðsetja sig,“ sagði Morgan í talstöðina en flugmaðurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur þar sem ekkert sást á skjánum í vélinni. Þegar búið var að finna út hvar í loftinu vélin var tók Morgan þá ákvörðun að beina henni á stærsta flugvöllinn á svæðinu. Þá hefði flugmaðurinn stóran völl að miða á. Morgan gefur flugmanninum tíu í einkunn fyrir lendinguna. „Mig langaði að fara að gráta því ég var fullur af adrenalíni. Ég var mjög ánægður að þetta gekk upp og að enginn slasaðist.“ Þegar vélin var komin á jörðina áttu hann og nýjasti flugneminn hans hjartnæma stund þar sem sá síðarnefndi þakkaði honum fyrir aðstoðina og sagðist svo vilja drífa sig heim til ófrískrar eiginkonu sinnar. „Í mínum augum er hann hetjan. Ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Morgan.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira