Innlent

Þrettán Færeyingar sæmdir riddarakrossi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðni Th. ásamt hluta hópsins. 
Guðni Th. ásamt hluta hópsins.  Ólavur Frederiksen

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi í dag þrettán Færeyinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir hugrekki og þrautseigju við björgunarstörf eftir flugslysið á Mykinesi þann 26. september árið 1970.

Guðni er nú staddur í Þórshöfn, höfuðborg Færeyja, þar sem hann afhenti orðurnar.

Árið 1970 rakst vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, á fjallið Knúk á eyjunni Mykines í Færeyjum í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Alls voru 34 um borð í vélinni en átta manns létu lífið, einn Íslendingur og sjö Færeyingar.

Frá afhendingunni í dag.Ólavur Frederiksen

Vélin var á leið til Færeyja frá Kaupmannahöfn með millilendingu í Björgvin í Noregi.

Vélin brotlenti í um 450 metra hæð og vann björgunarlið þrekvirki við erfiðar aðstæður. Þrettán þeirra sem komu að björguninni eru enn á lífi og færði forsetinn þeim þakkir frá íslensku þjóðinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.