Fótbolti

UEFA sam­þykkir að breyta Meistara­deildinni frá árinu 2024

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Meistaradeildarbikarinn eftirsótti en frá árinu 2024 þá mun Meistaradeildin taka breytingum.
Meistaradeildarbikarinn eftirsótti en frá árinu 2024 þá mun Meistaradeildin taka breytingum. EPA-EFE/Pierre-Philippe Marcou / POOL

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur samþykkt að breyta reglum Meistaradeildarinnar í fótbolta og með því að auka möguleika bestu þjóðanna að fá fleiri lið í keppninni.

UEFA mun nú veita tvö aukasæti í Meistaradeildinni frá árinu 2024 en þau sæti falla í hlut þeirra landa sem ná bestum árangri í Evrópu tímabilið á undan.

Væri þessi regla í gildi í dag þá fengi liðið í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Í viðbót var ákveðið að hvert lið spila átta leiki í fyrsta hluta keppninnar en ekki tíu leiki eins og fyrst var gefið út þegar UEFA breytir Meistaradeildinni í nýja deildarkeppni.

Liðum fjölgar frá 32 í 36. Liðin spila átta sinnum á tíu leikdögum í fyrsta hlutanum en fá frí á tveimur leikdögum. Fjórir heimaleikir og fjórir útileikir.

Átta efstu liðin fara beint í sextán liða úrslit en liðin frá sætum 9 til 24 spila upp á hin átta sætin.

Hér fyrir neðan má sjá fróðlegt myndband um þessar breytingar en þá áttu að fara fram tíu leikir. Þeir verða átta núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×