Innlent

Vopnað rán í apó­teki í vestur­bæ Reykja­víkur

Atli Ísleifsson skrifar
Ránið var framið á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Ránið var framið á ellefta tímanum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Vopnað rán var framið í vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Að sögn lögreglu fóru tveir einstaklingar inn í apótek í hverfinu og ógnuðu starfsfólki með hníf. Þeir náðu einhverjum lyfjum og hlupu á brott en voru handteknir stuttu síðar og gista nú fangageymslur.

Í dagbók lögreglu segir að um klukkan 18 í gærkvöldi hafi verið tilkynnt um stuld á bíl en þar hafði lyklunum að bílnum verið stolið úr jakka í starfsmannaðstöðu verslunar í Kópavogi.

„Jafnframt voru tekin greiðslukort og þau misnotuð. Grunaður í málinu og bifreiðin fundust stuttu síðar og gistir aðilinn fangageymslu lögreglu,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×