Innlent

Guð­jón endur­kjörinn for­maður Fé­lags fram­halds­skóla­kennara

Eiður Þór Árnason skrifar
Guðjón Hreinn Hauksson mun leiða félagið áfram.
Guðjón Hreinn Hauksson mun leiða félagið áfram. FF

Guðjón Hreinn Hauksson hefur verið endurkjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara til næstu fjögurra ára. Úrslit í formanns- og stjórnarkjöri félagsins voru tilkynnt síðdegis í dag en atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 14.

Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019 og bar sigur úr býtum með miklum meirihluta atkvæða. Tveir buðu sig fram til formanns. Guðjón Hreinn hlaut 732 atkvæði eða 70,4% greiddra atkvæða og mótframbjóðandinn Kjartan Þór Ragnarsson 264 atkvæði eða 25,4%. Auðir seðlar voru 44 eða 4,2%.

Alls voru 1.040 atkvæði greidd í formannskjörinu og var kjörsókn 59,2%. Þetta kemur fram á vef Félags framhaldsskólakennara. Samhliða formannskjöri var kosið um fjögur sæti í stjórn félagsins en þrettán voru í framboði.

Niðurstaða í stjórnarkjöri

Nafn

atkvæði

sæti

Helga Jóhanna Baldursdóttir, Tækniskólanum 423 1. sæti
Simon Cramer Larsen, FS 372 2. sæti
Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir, MS 361 3. sæti
Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, Kvennaskólanum 322 4. sæti
Guðmundur Arnar Guðmundsson, VA 317 1. varamaður
Guðmundur Björgvin Gylfason, FSU 293 2. varamaður
Sólveig Ebba Ólafsdóttir, MK 257 3. varamaður

Á kjörskrá í stjórnarkjöri voru 1.756. Atkvæði greiddu 936 eða 53,3%. Auðir seðlar voru 38. Kosningarnar voru rafrænar og fóru fram dagana 2. til 9. maí. Ný stjórn Félags framhaldsskólakennara tekur formlega við á aðalfundi félagsins sem fram fer í haust.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×