Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 21:07 Konráð Sveinn Svafarsson tók fyrstu skóflustunguna. Arna Björg Bjarnadóttir Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. Fornleifafræðingar munu á næstu dögum kanna hvort fornleifar sé að finna þar nýja kirkjan mun rísa. Ef engar mennskar minjar finnast verður í framhaldinu grafinn grunnur að nýrri kirkjubyggingu og hafist handa við smíði hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE). Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, var viðstaddur skóflustunguna.Arna Björg Bjarnadóttir Í tilefni dagsins flutti Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, stutta hugvekju, og síðan tók Konráð Sveinn Svafarsson, ungur Grímseyingur, fyrstu skóflustunguna. Að því loknu var boðið upp á veislukaffi að hætti Grímseyinga. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.MINJASTOFNUN Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar þann 22. september í fyrra og samþykktu einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann til kaldra kola daginn áður. Strax hófst söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja brann til grunna á svipstundu og var lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867. Boðið var upp á veglegt veislukaffi eftir skóflustunguna í dag.Arna Björg Bjarnadóttir Að sögn SSNE hafa þegar safnast nokkrir fjármunir fyrir nýju kirkjubyggingunni en Grímseyingar hafa lagt mikið kapp á að ný kirkja rísi í eynni eftir harmleikinn í haust. „Grímseyingar standa þó frammi fyrir þeirri staðreynd að enn vantar nokkuð fjármagn til framkvæmdarinnar og hafa af því tilefni opnað söfnunarsíðuna grimsey.is/kirkja“ Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731 Meðfylgjandi myndband var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur seinasta sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Kirkjubruni í Grímsey Akureyri Grímsey Tengdar fréttir Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Fornleifafræðingar munu á næstu dögum kanna hvort fornleifar sé að finna þar nýja kirkjan mun rísa. Ef engar mennskar minjar finnast verður í framhaldinu grafinn grunnur að nýrri kirkjubyggingu og hafist handa við smíði hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE). Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, var viðstaddur skóflustunguna.Arna Björg Bjarnadóttir Í tilefni dagsins flutti Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, stutta hugvekju, og síðan tók Konráð Sveinn Svafarsson, ungur Grímseyingur, fyrstu skóflustunguna. Að því loknu var boðið upp á veislukaffi að hætti Grímseyinga. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.MINJASTOFNUN Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar þann 22. september í fyrra og samþykktu einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann til kaldra kola daginn áður. Strax hófst söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja brann til grunna á svipstundu og var lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867. Boðið var upp á veglegt veislukaffi eftir skóflustunguna í dag.Arna Björg Bjarnadóttir Að sögn SSNE hafa þegar safnast nokkrir fjármunir fyrir nýju kirkjubyggingunni en Grímseyingar hafa lagt mikið kapp á að ný kirkja rísi í eynni eftir harmleikinn í haust. „Grímseyingar standa þó frammi fyrir þeirri staðreynd að enn vantar nokkuð fjármagn til framkvæmdarinnar og hafa af því tilefni opnað söfnunarsíðuna grimsey.is/kirkja“ Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731 Meðfylgjandi myndband var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur seinasta sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt.
Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731
Kirkjubruni í Grímsey Akureyri Grímsey Tengdar fréttir Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03
Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01