Fótbolti

Guðlaugur Victor aðstoðaði við að sigla sætinu í efstu deild í höfn

Hjörvar Ólafsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson lék síðustu tíu mínúturnar rúmar. Vísir/Getty
Guðlaugur Victor Pálsson lék síðustu tíu mínúturnar rúmar. Vísir/Getty

Guðlaugur Victor Pálsson kom inná sem varamaður á 79. mínútu þegar lið hans, Schalke, fór með 3-2 sigur af hólmi á móti St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

Staðan var 3-2 þegar Guðlaugur Victor kom inná en hasarnum var þó ekki lokið þar sem tveimur leikmönnum St. Pauli var hent í sturtu eftir íslenski landsliðsmaðurinn mætti til leiks.

Schalke tryggði sér sæti í efstu deild með þessum sigri en liðið hefur fimm stiga forskot á toppi B-deildarnnar þegar ein umferð er eftir. 

Guðlaugur Victor gekk til liðs við Schalke eftir síðasta keppnistímabik en liðið féll úr Bundesligunni síðasta vor og staldraði því stutt við í næstefstu deild.

Miðvallarleikmaðurinn hefur leikið 26 af 33 deildarleikjum Schalke á yfirstandandi leiktíð.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×