Staðan var 3-2 þegar Guðlaugur Victor kom inná en hasarnum var þó ekki lokið þar sem tveimur leikmönnum St. Pauli var hent í sturtu eftir íslenski landsliðsmaðurinn mætti til leiks.
Schalke tryggði sér sæti í efstu deild með þessum sigri en liðið hefur fimm stiga forskot á toppi B-deildarnnar þegar ein umferð er eftir.
Guðlaugur Victor gekk til liðs við Schalke eftir síðasta keppnistímabik en liðið féll úr Bundesligunni síðasta vor og staldraði því stutt við í næstefstu deild.
Miðvallarleikmaðurinn hefur leikið 26 af 33 deildarleikjum Schalke á yfirstandandi leiktíð.
Victor Palsson and his Schalke side bounce straight back into the Bundesliga as champions of Bundesliga 2! pic.twitter.com/1Tb8h1tasH
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 7, 2022