Fótbolti

Lærisveinar Milosar náðu í þrjú stig

Hjörvar Ólafsson skrifar
Milos Milojevic byrjar stjórnartíð sína vel hjá Malmö. Vísir/Getty 
Milos Milojevic byrjar stjórnartíð sína vel hjá Malmö. Vísir/Getty 

Malmö, sem leikur undir stjórn Milosar Milojevic, hafði betur með tveimur mörkum gegn engu þegar liðið mætti Mjällby í sjöundu umferð sænsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag.

Malik Abubakari og Veljko Birmancevic sem sáu um markaskorunina fyrir Malmö í sigrinum í dag. 

Milos var þarna að stýra Malmö gegn sínu fyrrverandi félagi en hann var í brúnni hjá Mjällby frá 2018 til 2019.   

Eftir sjö leiki hefur Malmö innbyrt 15 stig en liðið er einu stigi á eftir Hammarby, sem trónir á toppi deildarinnar, en Milos var við stjórnvölinn hjá Hammarby áður en hann tók við Malmö. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.