Enski framherjinn Luke Morgan Conrad Rae braut ísinn fyrir Gróttu. Rae, sem lék með Vestra á síðasta keppnistímabili, skoraði tvö mörk fyrir Gróttu í leiknum.
Kristófer Pétursson, Kjartan Halldórsson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoruðu svo eitt mark hver.
Þjálfarar beggja liða voru að stýra lærisveinum sínum í deildarleik í fyrsta skipti. Christopher Arthur Brazell tók við stjórnartaumunum hjá Gróttu síðasta haust og Gunnar Heiðar Þorvaldsson fyrir vestan í byrjun mars fyrr á þessu ári.