Mjöll Matthíasdóttir er nýr formaður Félags grunnskólakennara.Aðsend
Mjöll Matthíasdóttir, grunnskólakennari í Þingeyjarskóla, er nýr formaður Félags grunnskólakennara.
Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Rafræn kosning um formann fór fram í vikunni og lauk henni klukkan 14 í dag. Mjöll hlaut 1.034 atkvæði, eða 41,53%.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, fráfarandi formaður félagsins, hlaut 738 atkvæði, eða 29,64% og Pétur V. Georgsson hlaut 593 atkvæði, eða 23,82%
Rétt áður en kosningar hófust lak niðurstaða samskiptaskýrslu sem gerð var innan félagsins. Í henni kom fram að samskipti Þorgerðar Laufeyjar við annan starfsmann flokkuðust sem einelti.
Þegar málið var rætt á framboðsfundi sagði Þorgerður að það væri vilji beggja málsaðila að komast að sáttum og þótti henni leitt að skýrslunni hafi verið lekið.
Formannsskipti fara fram á aðalfundi Félags grunnskólakennara sem fer fram í haust. Mjöll mun sitja sem formaður til ársins 2026.
Grunnskólakennari segist myndi telja það hneyksli ef sitjandi formaður Félags grunnskólakennara fengi endurnýjað umboð til formennsku í kosningum í næstu viku. Skýrslu, sem flokkaði samskipti formannsins við félagsmann sem einelti, var lekið á dögunum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.