Loftslagsbreytingar ógna tilvist keisaramörgæsarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 13:36 Keisaramörgæsapar með unga sínum við Weddel-haf á Suðurskautslandinu. Vísir/Getty Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsartegund á jörðinni, er í bráðri hættu á að deyja út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum vegna loftslagsbreytinga. Stofnun hefur þegar orðið fyrir miklum áföllum vegna hops hafíssins við Suðurskautslandið. Sérfræðingar við Suðurskautsstofnun Argentínu (IAA) vara við því að keisaramörgæsir geti ekki komið ungum sínum á legg ef hafið við Suðurskautslandið leggur seinna en vanalega eða ísinn bráðnar óvenjusnemma. Æxlunarferli keisaramörgæsanna er það lengast í mörgæsaríkinu. Ungarnir klekjast úr eggi að vetri til og þurfa fuglarnir traustan hafís frá apríl fram í desember. Eftir að unginn kemur úr eggi þarf annað foreldrið að halda hita á honum á milli fóta sér þar til hann fær fullar fjaðrir. „Ef sjór kemst að nýfæddum mörgæsum sem eru ekki tilbúnar að synda og hafa ekki vatnsheldan fjaðurham gætu þær drepist úr kulda eða drukknað,“ segir Marcela Libertelli, líffræðingur hjá IAA sem hefur rannsakað þúsundir mörgæsa í tveimur nýlendum þeirra á Suðurskautslandinu, við Reuters-fréttastofuna. Þetta hefur þegar gerst í Halley-flóanýlendunni við Weddell-haf þar sem allir ungar drápust þrjú ár í röð. Harmleikur fyrir plánetuna Libertelli segir að þróist loftslag í samræmi við líkön eigi mörgæsarnýlendur á milli sextugustu og sjötugustu breiddargráðu suður eftir að þurrkast út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum. Gert er ráð fyrir að áfram hlýni á Suðurskautslandinu á næstu árum auk þess sem reiknað er með óvenjulegri úrkomu og bráðnun íss. „Það er harmleikur fyrir plánetuna að hvaða dýrategund sem er hverfi. Það skiptir ekki máli hvort hún sé lítil, stór, planta eða dýr. Það er missir fyrir líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir hún. Keisaramörgæsin er ein tveggja mörgæsartegunda sem er landlæg á Suðurskautslandinu. Libertelli segir að það gæti haft alvarleg áhrif á vistkerfið á þessum hjara veraldar þar sem fæðukeðjur eru stuttar ef keisaramörgæsirnar heyrðu sögunni til. Aðrar athafnir manna hafa einnig skaðleg áhrif á keisaramörgæsastofninn, þar á meðal tíðar siglinga ferða- og fiskimanna sem trufla átuna sem mörgæsirnar og fleiri dýrategundir byggja afkomu sína að miklu leyti á. Suðurskautslandið Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Sjá meira
Sérfræðingar við Suðurskautsstofnun Argentínu (IAA) vara við því að keisaramörgæsir geti ekki komið ungum sínum á legg ef hafið við Suðurskautslandið leggur seinna en vanalega eða ísinn bráðnar óvenjusnemma. Æxlunarferli keisaramörgæsanna er það lengast í mörgæsaríkinu. Ungarnir klekjast úr eggi að vetri til og þurfa fuglarnir traustan hafís frá apríl fram í desember. Eftir að unginn kemur úr eggi þarf annað foreldrið að halda hita á honum á milli fóta sér þar til hann fær fullar fjaðrir. „Ef sjór kemst að nýfæddum mörgæsum sem eru ekki tilbúnar að synda og hafa ekki vatnsheldan fjaðurham gætu þær drepist úr kulda eða drukknað,“ segir Marcela Libertelli, líffræðingur hjá IAA sem hefur rannsakað þúsundir mörgæsa í tveimur nýlendum þeirra á Suðurskautslandinu, við Reuters-fréttastofuna. Þetta hefur þegar gerst í Halley-flóanýlendunni við Weddell-haf þar sem allir ungar drápust þrjú ár í röð. Harmleikur fyrir plánetuna Libertelli segir að þróist loftslag í samræmi við líkön eigi mörgæsarnýlendur á milli sextugustu og sjötugustu breiddargráðu suður eftir að þurrkast út á næstu þrjátíu til fjörutíu árum. Gert er ráð fyrir að áfram hlýni á Suðurskautslandinu á næstu árum auk þess sem reiknað er með óvenjulegri úrkomu og bráðnun íss. „Það er harmleikur fyrir plánetuna að hvaða dýrategund sem er hverfi. Það skiptir ekki máli hvort hún sé lítil, stór, planta eða dýr. Það er missir fyrir líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir hún. Keisaramörgæsin er ein tveggja mörgæsartegunda sem er landlæg á Suðurskautslandinu. Libertelli segir að það gæti haft alvarleg áhrif á vistkerfið á þessum hjara veraldar þar sem fæðukeðjur eru stuttar ef keisaramörgæsirnar heyrðu sögunni til. Aðrar athafnir manna hafa einnig skaðleg áhrif á keisaramörgæsastofninn, þar á meðal tíðar siglinga ferða- og fiskimanna sem trufla átuna sem mörgæsirnar og fleiri dýrategundir byggja afkomu sína að miklu leyti á.
Suðurskautslandið Dýr Loftslagsmál Tengdar fréttir Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00 Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Sjá meira
Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári. 2. desember 2020 13:00
Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30. júní 2020 16:44