Martröð nokkurra stuðningsmanna Real Madrid á draumakvöldinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 10:02 Þessi stuðningsmaður Real Madrid hefur klifrað upp í tré fyrir utan leikvanginn. Getty/Chris Brunskill Flestir stuðningsmenn Real Madrid hefðu gefið mikið til að vera í stúkunni á Santiago Bernabeu á miðvikudagskvöldið þegar liðið sneri við vonlítillri stöðu í blálokin og tókst að slá út Englandsmeistara Manchester City. Svo voru það aðrir sem áttu að vera þar en voru þar ekki þegar örlög liðsins breyttust með tveimur mörkum Rodrygo með mínútu millibili. Real var gefið eitt prósent sigurlíkur á 89. mínútu leiksins en þeim tókst að kalla fram enn eitt kraftaverkið í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Real Madrid fans left stadium early and forced to watch Man City comeback on phonehttps://t.co/W2HXeKRF8M pic.twitter.com/MNNhmtrCVu— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 Það voru þó ekki aðeins tölfræðingarnir sem voru nánast búnir að afskrifa lið Real Madrid á þessum lokamínútum. Fjölmargir stuðningsmenn Real Madrid liðsins höfðu nefnilega gefist upp og yfirgefið Bernabeu á lokamínútum leiksins. Þetta stuðningsfólk heyrði örugglega flest fagnaðarlætin þegar Real komst aftur inn í leikinn en þau máttu ekki koma aftur inn á leikvanginn. Fólkið sást snúa við á göngu sinni í átt að lestarstöðinni við leikvanginn og þjóta aftur í átt að vellinum. Stuðningsmennirnir urðu að sætta sig við það að geta bara fylgst með leiknum í símanum sínum fyrir utan. Gleðin var auðvitað mikil að Real skyldi komast í úrslitaleikinn en um leið var það martröð fyrir þessa stuðningsmenn að komast ekki aftur inn á völlinn vitandi það að þau voru þar nokkrum mínútum fyrr. The Real Madrid fans who left the stadium before the 80th minute were not allowed back in the Santiago Bernabeu to watch extra time. pic.twitter.com/zAWKI9mzqi— FootballWTF (@FootballWTF247) May 5, 2022 „Ég fór úr sæti mínum tveimur mínútum fyrir nítugustu mínútu af því að ég hélt að möguleikinn væri farinn,“ sagði einn stuðningsmaður Real Madrid. Spænskur blaðamaður hitti hann á tröppunum fyrir utan leikvanginn. „Þegar ég var að yfirgefa leikvanginn þá heyrði ég að Real skoraði. Ég reyndi að komast aftur inn á völlinn en ég mátti það ekki af öryggisástæðum. Ég hef verið ársmiðahafi í 24 ár,“ sagði stuðningsmaðurinn sem var mjög ósáttur að fá ekki að snúa aftur inn á leikvanginn. „Mér var sagt að á öllum dyrum standi það skýrt og greinilega að ef þú ferð út þá kemstu ekki aftur inn. Ég sá það samt ekki á dyrunum. Á sama tíma er ég að missa af besta leiknum á tímabilinu. Ég mun kvarta yfir þessu við félagið,“ sagði þessi svekkti stuðningsmaður Real Madrid. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Svo voru það aðrir sem áttu að vera þar en voru þar ekki þegar örlög liðsins breyttust með tveimur mörkum Rodrygo með mínútu millibili. Real var gefið eitt prósent sigurlíkur á 89. mínútu leiksins en þeim tókst að kalla fram enn eitt kraftaverkið í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Real Madrid fans left stadium early and forced to watch Man City comeback on phonehttps://t.co/W2HXeKRF8M pic.twitter.com/MNNhmtrCVu— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 Það voru þó ekki aðeins tölfræðingarnir sem voru nánast búnir að afskrifa lið Real Madrid á þessum lokamínútum. Fjölmargir stuðningsmenn Real Madrid liðsins höfðu nefnilega gefist upp og yfirgefið Bernabeu á lokamínútum leiksins. Þetta stuðningsfólk heyrði örugglega flest fagnaðarlætin þegar Real komst aftur inn í leikinn en þau máttu ekki koma aftur inn á leikvanginn. Fólkið sást snúa við á göngu sinni í átt að lestarstöðinni við leikvanginn og þjóta aftur í átt að vellinum. Stuðningsmennirnir urðu að sætta sig við það að geta bara fylgst með leiknum í símanum sínum fyrir utan. Gleðin var auðvitað mikil að Real skyldi komast í úrslitaleikinn en um leið var það martröð fyrir þessa stuðningsmenn að komast ekki aftur inn á völlinn vitandi það að þau voru þar nokkrum mínútum fyrr. The Real Madrid fans who left the stadium before the 80th minute were not allowed back in the Santiago Bernabeu to watch extra time. pic.twitter.com/zAWKI9mzqi— FootballWTF (@FootballWTF247) May 5, 2022 „Ég fór úr sæti mínum tveimur mínútum fyrir nítugustu mínútu af því að ég hélt að möguleikinn væri farinn,“ sagði einn stuðningsmaður Real Madrid. Spænskur blaðamaður hitti hann á tröppunum fyrir utan leikvanginn. „Þegar ég var að yfirgefa leikvanginn þá heyrði ég að Real skoraði. Ég reyndi að komast aftur inn á völlinn en ég mátti það ekki af öryggisástæðum. Ég hef verið ársmiðahafi í 24 ár,“ sagði stuðningsmaðurinn sem var mjög ósáttur að fá ekki að snúa aftur inn á leikvanginn. „Mér var sagt að á öllum dyrum standi það skýrt og greinilega að ef þú ferð út þá kemstu ekki aftur inn. Ég sá það samt ekki á dyrunum. Á sama tíma er ég að missa af besta leiknum á tímabilinu. Ég mun kvarta yfir þessu við félagið,“ sagði þessi svekkti stuðningsmaður Real Madrid.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira